Haraldur Sverrisson (skipstjóri)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Haraldur Sverrisson frá Selsundi á Rangárvöllum, skipstjóri fæddist þar 15. júlí 1952.
Foreldrar hans: Sverrir Haraldsson bóndi í Selsundi, f. 15. maí 1927 í Selsundi, og kona hans Steinunn Svala Guðmundsdóttir húsfreyja, bóndi, f. 29. júní 1924 á Brekastíg 25, d. 17. janúar 2007.

Haraldur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann stundaði sjómennsku í Eyjum að mestu frá 1971, fluttist alkominn þangað 1977, lauk Stýrimannaskólanum í Eyjum 1988.
Hann var skipstjóri frá 1990, m.a. á Sleipni og Styrmi, en lengst á Suðurey.
Þau Hugrún giftu sig 1985, eignuðust fjögur börn. Þau búa á Stapavegi 3.

I. Kona Haraldar, (19. júlí 1985), er Hugrún Magnúsdóttir húsfreyja, bréfberi, starfsmaður leikskóla, f. 10. maí 1958.
Börn þeirra:
1. Sverrir Haraldsson sviðsstjóri hjá Vinnslustöðinni, f. 18. janúar 1979. Kona hans Nína Anna Dau af þýskum ættum.
2. Sindri Haraldsson málari, verkstjóri, f. 24. desember 1984. Kona hans Hildur Jóhannsdóttir.
3. Dröfn Haraldsdóttir, tvíburi, sjúkraliði, f. 8. apríl 1991 í Reykjavík, óg.
4. Bylgja Haraldsdóttir, tvíburi, starfsmaður á sjúkrastofnun í Reykjavík, f. 8. apríl 1991 í Reykjavík, óg.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.