Helga Guðmundsdóttir (Vesturhúsum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Helga Guðmundsdóttir húsfreyja á Vesturhúsum og í Ólafshúsum fæddist 1767 á Oddsstöðum og lést 30. desember 1846.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Eyjólfsson bóndi og kóngssmiður í Þorlaugargerði, f. 1723, d. 1784, og síðari kona hans Valgerður Þorleifsdóttir húsfreyja, f. 1728.

Háfsystkini Helgu, börn fyrri konu Guðmundar Eyjólfssonar, voru:
1. Brynhildur Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1752, d. 1. nóvember 1809.
2. Sr. Bjarnhéðinn Guðmundsson prestur á Kirkjubæ, f. um 1754, d. 20. október 1821.
3. Sr. Einar Guðmundsson prestur í Noregi, f. um 1758, d. 2. desember 1817.
4. Sveinn Guðmundsson bóndi í Þorlaugargerði, f. 1764, d. 5. nóvember 1832.

Helga var húsfreyja á Vesturhúsum 1801, í Ólafshúsum 1816, til heimilis þar 1835, fátæklingur þar 1840, 79 ára fátæklingur í Þorlaugargerði 1845. Hún lést 1846.

Maður Helgu var Guðmundur Þorláksson bóndi á Vesturhúsum 1801, f. 1763, drukknaði 5. mars 1834 í Þurfalingsslysinu við Nausthamar.
Börn þeirra hér:
1. Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 8. ágúst 1792, d. 29. júní 1862.
2. Bjarni Guðmundsson, f. 30. desember 1793, d. 5. janúar 1794 úr ginklofa.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.