Hreinn Loftsson

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Hreinn

Hreinn Loftsson er fæddur 12. janúar 1956 í Vestmannaeyjum. Hann er sonur Lofts Magnússonar, sem var kaupmaður í Vestmannaeyjum og síðar í Reykjavík og Aðalheiðar Steinu Guðjónsdóttur Scheving hjúkrunarfræðings í Vestmannaeyjum og síðar hjúkrunarframkvæmdastjóra á geðdeildum Borgarspítalans í Reykjavík. Þann 20. febrúar 1982 kvæntist Hreinn Ingibjörgu Kjartansdóttur og eiga þau þrjú börn. Í Vestmannaeyjum bjó Hreinn meðal annars í húsinu Langholt við Vestmannabraut.

Hreinn er menntaður lögmaður. Hann hefur meðal annars starfað sem blaðamaður á Vísi og Morgunblaðinu, verið aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, aðstoðarmaður samgönguráðherra og aðstoðarmaður forsætisráðherra. Hreinn stofnaði lögmannsstofu að Höfðabakka í Reykjavík árið 2000.

Eftir Hrein liggja margar greinar og erindi, meðal annars um utanríkismál, stjórnmál og lögfræðileg álitaefni.


Heimildir

  • www.justice.is