Hulda Helgadóttir (Heiðarbýli)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Hulda Helgadóttir frá Heiðarbýli, Brekastíg 6, húsfreyja, ritari fæddist þar 4. september 1930 og lést 1. mars 1995 í Landakotsspítala.
Foreldrar hennar voru Helgi Guðmundsson sjómaður, verkamaður, f. 8. október 1881, d. 30. mars 1937, og kona hans Einarína Eyrún Helgadóttir húsfreyja, verkakona, f. 16. maí 1891, d. 31. maí 1980.

Börn Eyrúnar og Helga voru:
1. Guðmundur Helgason húsgagnasmíðameistari, umsjónarmaður í Reykjavík, f. 6. nóvember 1911, d. 13. febrúar 1999.
2. Guðlaug Helgadóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 9. nóvember 1913, d. 8. febrúar 1988.
3. Sigdór Helgason verkamaður í Reykjavík, f. 18. janúar 1917, d. 30. mars 2012.
4. Ingi Ragnar Helgason lögfræðingur, varaþingmaður, borgarfulltrúi í Reykjavík, forstjóri m.m., f. 29. júlí 1924 í Ásnesi, d. 10. mars 2000.
5. Fjóla Helgadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 4. september 1930 í Heiðarbýli, d. 1. júlí 2015.
6. Hulda Helgadóttir húsfreyja, ritari í Reykjavík, f. 4. september 1930 í Heiðarbýli, d. 1. maí 1995.

Hulda var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim nýfædd til Reykjavíkur og bjó með þeim á Klapparstíg 42 1930 og bjó allan búskap sinn í Reykjavík.
Hún stundaði nám í Húsmæðraskólanum á Blönduósi 1948-1949, var ritari hjá Inga bróður sínum og síðan hjá Guðjóni Ármanni Jónssyni, sem tók við skrifstofunni. Hún vann síðan skrifstofustörf hjá Vélalandi hf. Þ. Jónssyni, einkum við bókhald.
Þau Pálmi giftu sig 1969, eignuðust ekki börn, en Pálmi átti þrjú börn af fyrra hjónabandi, sem stóðu Huldu nærri. Þau Pálmi bjuggu í Akraseli 6 frá 1974.
Hulda lést 1995.

I. Maður Huldu, (27. desember 1969), var Pálmi Sigurðsson flugstjóri, f. 7. mars 1934. Foreldrar hans voru Sigurður Árnason, f. 6. júlí 1870, d. 10. janúar 1956, og Una Benjamínsdóttir húsfreyja, f. 29. apríl 1896, d. 25. nóvember 1977.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.