Hvíld við Höfðaveg

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir önnur hús sem hafa borið nafnið „Hvíld


Hvíld

Húsið Hvíld við Höfðaveg 16. Húsið var í eigu Sigríðar I. Sigurðardóttur frá Skuld en hún og eiginmaður hennar, Ingólfur Theódórsson, netagerðarmeistari, byggðu húsið. Heiti hússins er dregið af því að hinum megin götunnar stendur varðan Hvíld, þar sem fyrr á tíð var áningarstaður Ofanbyggjara. Árið 2006 reka gistiheimilið Hvíld þau Þorgeir Richardsson og Þórdís Sigurjónsdóttir.