Ingiríður Björnsdóttir (Litlabæ)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Ingiríður Björnsdóttir frá Litlabæ, síðar húsfreyja í Utah fæddist 24. júlí 1880 í Beggjakoti í Selvogi og lést 2. ágúst 1904.
Foreldrar hennar voru Björn Runólfsson trésmiður frá Stóra-Gerði, f. 7. febrúar 1849 í Gerði, d. 27. ágúst 1932 í Spanish Fork, og kona hans Sigríður Marín Sigvaldadóttir húsfreyja, f. 14. ágúst 1851 á Snæringsstöðum í Auðkúlusókn, A-Hún., d. 16. janúar 1939 í Utah.

Ingiríður var með foreldrum sínum frá fæðingu og fluttist með þeim til Eyja 1885. Hún fluttist til Utah 1886 frá Litlabæ í fylgd Valgerðar Jónsdóttur, en foreldrar hennar, Matthildur og Þórarinn Kristján komu þangað árið eftir.
Ingiríður giftist Amos H. Hazel , en dó af barnsfararsótt í Salem í Utah 1904. Barnið dó skömmu síðar.

Maður hennar var Amos H. Hazel.
Barn þeirra f. 1904, dó nýfætt.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • The Icelanders in Utah. La Nora Allsted.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.