Jóhann Ólafur Tómasson

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Jóhann Ólafur Tómasson skipstjóri fæddist 13. febr. 1893 í Nýborg og drukknaði 24. desember 1929.
Foreldrar hans voru Tómas Ólafsson, þá vinnumaður á Gjábakka, f. 1. mars 1869, og barnsmóðir hans Steinunn Ísaksdóttir frá Norðurgarði, þá í Nýborg, f. 22. október 1856, d. 31. janúar 1920.

Ólafur fylgdi móður sinni, var með henni á Vilborgarstöðum 1895, í Kuðungi 1901 og í Reykjvík 1910.
Hann fluttist utan, bjó á Spáni. Þar kvæntist hann þarlendri konu. Hann var skipstjóri á fiskiskipi, fórst þar með e/s Áslaugu frá Haugasundi 24. desember 1929.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.