Jóhann Sigfússon (flugstjóri)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Jóhann Guðbrandur Sigfússon.

Jóhann Guðbrandur Sigfússon flugmaður fæddist 15. október 1936 í Hjálmholti, Urðavegi 34.
Foreldrar hans voru Sigfús Guðmundsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 28. júní 1912, d. 10. nóvember 1995, og kona hans Auróra Alda Jóhannsdóttir frá Brekku, húsfreyja, f. 6. mars 1913, d. 11. maí 1995.

. Bróðir Jóhanns er
1. Guðmundur Þ. Sigfússon pípulagningameistari, kaupmaður, f. 13. mars 1949.

Jóhann var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum 1953, flugmannsprófi hjá flugskóla Þyts 1961.
Eftir gagnfæðapróf vann hann um skeið hjá Brynjólfsbúð og Dalabúinu.
Jóhann fluttist úr Eyjum 1958 og nam flug. Hann hóf störf hjá Loftleiðum og fór í fyrsta flug hjá þeim 12. febrúar 1961. Hjá félaginu starfaði hann síðan, undir þrem nöfnum þess, Loftleiðum, Flugleiðum og Iceland Air.
Þau Gunnvör giftu sig 1962, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu að Stallaseli 6 í Reykjavík, en búa nú að Kirkjulundi 12 í Garðabæ.

2. Kona Jóhanns, (5. maí 1962), er Gunnvör Valdimarsdóttir húsfreyja, f. 25. janúar 1943. Foreldrar hennar voru Valdimar Guðmundsson lögregluþjónn, yfirfangavörður, f. 13. maí 1917, d. 2. ágúst 1991, og kona hans Ragna Þórðardóttir húsfreyja, f. 13. desember 1915, d. 21. febrúar 1947.
Börn þeirra:
1. Ragna Jóhannsdóttir húsfreyja, leikskólakennari, deildarstjóri, f. 9. mars 1963. Fyrri maður var Ferdinand Richards Ómarsson. Sambýlismaður er Heimir Logi Gunnarsson.
2. Alda Sif Jóhannsdóttir verslunarmaður, f. 1. júní 1965, ógift.
3. Þorsteinn Jóhannsson rafeindavirki hjá Iceland Air, f. 27. september 1968. Kona hans er Kristbjörg Magnúsdóttir.
4. Þórgunnur Jóhannsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 19. mars 1976. Maður hennar er Gunnar Helgason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.