Jóhanna Guðmundsdóttir (Steinmóðshúsi)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Jóhanna Guðmundsdóttir húsfreyja í París fæddist 1. október 1841 og lést 22. apríl 1935 í Mapleton í Utah.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Hávarðsson tómthúsmaður og sjómaður í Steinmóðshúsi, f. 1810, d. 28. maí 1860, og kona hans, Ragnhildur Ísleiksdóttir húsfreyja, f. 2. ágúst 1808, d. 25. janúar 1865.

Jóhanna var 5 ára í Steinmóðshúsi með foreldrum sínum 1845 og 10 ára 1850 með foreldrum sínum í Guðmundarhúsi. Hún var 19 ára vinnukona í Svaðkoti 1860, húsfreyja í París 1870 með Guðmundi og börnunum Sólrúnu tveggja ára, Jóhönnu á fyrsta ári og syni sínum Sæmundi Sæmundssyni 7 ára. Þar var einnig Sigríður Sigurðardóttir Torfasonar 12 ára niðursetningur.
Við manntal 1880 var Jóhanna enn búandi í París með Guðmundi og átta dætrum þeirra, Sæmundi syni sínum 17 ára og Guðlaugu Árnadóttur niðursetningi, fyrrum vinnukonu á Löndum, dóttur Guðnýjar Erasmusdóttur húsfreyju í Hallbergshúsi og Ömpuhjalli.
Jóhanna fór til Vesturheims 1886 með þrem dætrum og Sæmundi, en hinar fóru síðar nema tvíburinn Katrín, sem lést 1880.
Guðmundur og Jóhanna bjuggu í mörg ár í Spanish Fork í Utah, fluttust til Alberta-fylkis í Kanada og námu land. Þau seldi síðan jörðina eftir 6 ár og fluttu aftur til Spanish Fork. Þau eignuðust 10 börn. Sex þeirra komust upp og áttu fjölskyldur vestra.

I. Barnsfaðir Jóhönnu var Sæmundur Ólafsson frá Steinmóðarbæ u. Eyjafjöllum, f. 24. desember 1831, d. 20. mars 1863.
Barn þeirra:
1. Sæmundur Sæmundsson, f. 25. apríl 1863 í Stakkagerði. Hann fór til Vesturheims 1886 frá París, d. 12. janúar 1890.

II. Maður Jóhönnu, (16. október 1868), var Guðmundur Guðmundsson lóðs í París f. 22. janúar 1842, d. 24. ágúst 1919.
Börn hér:
2. Sólrún Guðmundsdóttir, f. 11. október 1867, d. 8. mars 1949 í Tabor í Alberta, Kanada. Hún fór til Vesturheims frá Juliushaab 1888.
3. Jóhanna Guðmundsdóttir, f. 20. janúar 1870, d. 24. nóvember 1892. Hún fór til Vesturheims 1888 frá Jómsborg.
4. Ingveldur Guðmundsdóttir, f. 8. janúar 1872, d. 29. nóvember 1873 úr kverkabólgu.
5. Ragnhildur Guðmundsdóttir, f. 2. maí 1873, d. 9. nóvember 1891.
6. Ingveldur Guðmundsdóttir, f. 30. desember 1874, d. 11. júlí 1966. Hún fór til Vesturheims 1887 frá Godthaab.
7. Guðbjörg Guðmundsdóttir, tvíburi, f. 14. nóvember 1876. Hún fór til Vesturheims 1886 frá París.
8. Guðmundur Guðmundsson, tvíburi, f. 14. nóvember 1876, d. 17. nóvember 1876 1876 „af almennri barnaveiki“.
9. María Guðmundsdóttir, tvíburi, f. 11. maí 1878. Hún fór til Vesturheims 1886 frá París, d. 15. september 1951 í Provo, Utah.
10. Katrín Guðmundsdóttir, tvíburi, f. 11. maí 1878, d. 14. nóvember 1880 úr „hálsveiki“.
11. Jónína Steinunn Guðmundsdóttir, f. 31. janúar 1880. Hún fór til Vesturheims frá París 1886.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • FamilySearch.org
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubók.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.