Jóhanna Gunnsteinsdóttir (Dölum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Jóhanna Gunnsteinsdóttir húsfreyja í Dölum fæddist 23. mars 1841 og lést 1. ágúst 1923.
Faðir hennar var Gunnsteinn bóndi, síðast í Kerlingardal í Mýrdal, f. 22. október 1800 í Hörgsdal á Síðu, d. 8. nóvember 1881, Runólfsson bónda í Hörgsdal 1801, í Hvammi í Skaftártungu 1816, f. á Krossbæ í Bjarnanessókn í A-Skaft. 1759, Gunnsteinssonar, og konu Runólfs, Sigríðar húsfreyju, f. á Kalastöðum í Borgarfj.sýslu 1771, d. 10. júní 1866 í Skaftártungu, Jónsdóttur.
Móðir Jóhönnu í Dölum og kona Gunnsteins í Kerlingardal var Ragnhildur húsfreyja, f. 24. október 1802 á Undirhrauni í Meðallandi, d. 2. júlí 1879, Jónsdóttir bónda á Hrauni í Meðallandi 1801, f. 1770, d. 1811, Jónssonar bónda á Leiðvelli í Meðallandi, f. 1725, Ingimundarsonar, og konu Jóns á Leiðvelli, Þorgerðar húsfreyju, f. 1734, Björnsdóttur.
Móðir Ragnhildar og kona Jóns á Hrauni var Ólöf húsfreyja frá Langholti í Meðallandi, f. 1773, d. 4. febrúar 1822 á Undirhrauni, Hávarðsdóttir bónda í Langholti, f. 1733, d. 13. september 1802 á Undirhrauni, Jónssonar, og konu Hávarðar, Helgu húsfreyju, f. 1731, d. 27. júní 1794, Runólfsdóttur.

Jóhanna var tökubarn á Hvoli í Mýrdal 1845 og 1850, vinnukona þar 1860. Þá var Jón Jónsson 17 ára léttapiltur á Mið-Hvoli. Hann var fæddur 21. ágúst 1842 og dó af slysförum, drukknaði í lendingu 14. júlí 1864.
Þau Jón Gunnsteinsson giftust 1869 og voru komin að Vilborgarstöðum 1870. Þar voru með þeim Gunnsteinn sonur Jóhönnu 7 ára og Jón sonur þeirra eins árs.
Gunnsteinn drukknaði við Urðir 1872.
Við manntal 1880 voru þau enn á Vilborgarstöðum. Jón sonurinn var 11 ára og dóttirinn Dómhildur var 2 ára.
Við manntal 1890 voru þau komin að Dölum. Börnin Jón og Dómhildur voru hjá þeim. Jón bóndi var orðinn sóknarnefndarmaður og hreppstjóri.
Við manntal var Dómhildur hjá þeim og tökubarnið Guðrún Gunnsteinsdóttir frá Hólshúsi 10 ára, síðar húsfreyja í Reynishólum í Mýrdal, kona Ársæls Jónssonar bónda. Jóhanna var afasystir Guðrúnar.
Við manntalið 1910 voru hjónin bæði í Brautarholti í skjóli Jóns sonar síns og Guðríðar Bjarnadóttur konu hans. Jón lést 1916, en Jóhanna 1923.

I. Unnusti var Jón Jónsson, drukknaði við lendingu í Mýrdal.
Barn þeirra var
1. Gunnsteinn Jónsson, f. 10. júlí 1863, d. 31. ágúst 1872, drukknaði austur á Urðum við murtaveiði.

II. Maður Jóhönnu Gunnsteinsdóttur í Dölum, (1869), var Jón Jónsson bóndi og hreppstjóri í Dölum, f. 16. júní 1843, d. 17. apríl 1916.
Börn þeirra:
2. Jón Jónsson í Brautarholti, f. 13. júlí 1869, d. 4. september 1962. Kona hans var Guðríður Bjarnadóttir húsfreyja, f. 28. febrúar 1875, d. 3. september 1950.
3. Dómhildur Jónsdóttir, f. 2. október 1878. Hún fór til Vesturheims 1902.

Ættbogi í Eyjum

Nokkrir afkomendur bændahjónanna í Kerlingardal í Mýrdal, Gunnsteins Runólfssonar og Ragnhildar Jónsdóttur.

I. Jón Gunnsteinsson bóndi og hreppstjóri í Dölum. Síðari kona hans var Þorgerður Þórdís Hjálmarsdóttir húsfreyja, f. 4. júní 1855, d. 2. mars 1939.
Börn þeirra hér talin:
1. Halla Jónsdóttir húsfreyja, f. 6. september 1886, d. 29. nóvember 1918, gift fyrr, (skildu), Brynjólfi Stefánssyni kaupmanni, f. 14. febrúar 1881, d. 18. desember 1947. Síðari maður hennar var Guðlaugur Brynjólfsson formaður og útgerðarmaður, f. 23. júlí 1890, d. 30. desember 1972. Halla var fyrri kona hans.
Barn með Brynjólfi:
a) Jóhannes Gunnar Brynjólfsson forstjóri.
Börn með Guðlaugi:
b) Sveinbjörn Óskar Guðlaugsson frá Odda.
c) Halla Bergsteina Guðlaugsdóttir frá Odda.

2. Kristján Jónsson skósmiður, sjómaður, f. 12. apríl 1888, d. 21. mars 1922, kvæntur Guðnýju Guðmundsdóttur húsfreyju, f. 29. mars 1890, d. 25. desember 1985. Kristján tók út af Sigríði VE-240 fyrir innan Eyjar.

3. Sveinbjörn Jónsson rafveitustjóri, f. 16. mars 1889, d. 6. apríl 1930, kvæntur Tómasínu Eiríksdóttur húsfreyju, f. 22. júlí 1889, d. 6. október 1941.
Barn þeirra var
a) Guðrún Vigdís Sveinbjörnsdóttir húsfreyja, f. 15. mars 1917, d. 7. janúar 2009, gift Gísla stórkaupmanni.

4. Matthías Guðlaugur Jónsson klæðskeri, f. 15. nóvember 1892, d. 25. janúar 1977, kvæntur Unni Pálsdóttur forstöðukonu, f. 3. mars 1911, d. 12. maí 2000.
Börn hér:
a) Guðgeir Matthíasson, f. 14. desember 1940.
b) Þorsteinn Pálmar Matthíasson, 22. júlí 1943.

5. Vilhjálmur Jónsson rafveitustjóri, f. 23. janúar 1893, d. 15. júlí 1971. Hann var kvæntur Nikólínu Jónsdóttur húsfreyju og leiklistarkonu, f. 15. júlí 1900, d. 15. ágúst 1958.
Börn þeirra:
1. Ólafur rafvirki, f. 18. mars 1928, d. 4. mars 2009.
2. Sigríður, f. 7. apríl 1927, d. 30. desember 2016.
3. Guðrún Þorgerður, f. 21. janúar 1933.

6. Þorgerður Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 6. maí 1895, d. 5. febrúar 1933, gift Gunnlaugi Ásmundssyni sjómanni frá Vindheimi í Norðfirði, f. 19. apríl 1885, d. 19. febrúar 1951.

7. Hjálmar Jónsson verkamaður, fjallamaður, f. 5. júní 1899, d. 25. júlí 1968, kvæntur Guðbjörgu Helgadóttur húsfreyju, f. 16. október 1898, d. 23. júní 1958.
Börn þeirra:
a) Þorgerður, f. 14. janúar 1921, d. 28. maí 2004.
b) Jón Gunnsteinn, f. 30. desember 1922, d. 31. ágúst 2014.
c) Kristín Helga, f. 11. mars 1925, d. 21. ágúst 1995.
d) Svava, f. 16. ágúst 1929, d. 16. janúar 1988.
e) Sveinbjörn, f. 11. september 1931, d. 27. október 2016.
e) Jakobína, f. 2. nóvember 1932.

II. Jóhanna Gunnsteinsdóttir húsfreyja í Dölum, kona Jóns Jónssonar hreppstjóra.
Börn þeirra:
1. Jón Jónsson í Brautarholti, f. 13. júlí 1869, d. 4. september 1962. Kona hans var Guðríður Bjarnadóttir húsfreyja, f. 28. febrúar 1875, d. 3. september 1950.
Börn þeirra:
a) Bjarney Ragnheiður húsfreyja á Þrúðvangi, f. 4. desember 1905 í Selkirk í Kanada, d. 9. nóvember 2006 að Hraunbúðum, gift Sigurði Ólasyni forstjóra, f. 25. ágúst 1900, d. 6. júní 1979.
b) Jóna Jóhanna, f. 29. desember 1907, gift Kristni Ólafssyni bæjarstjóra á Reyni, síðar fulltrúa í Hafnarfirði, f. 21. nóvember 1897, d. 18. október 1959.
c) Ólafur Gunnsteinn, f. 12. desember 1911, d. 30. mars 1984, kvæntur Sigrúnu Lúðvíksdóttur, f. 5. september 2003, d. 5. september 2003.

2. Dómhildur Jónsdóttir, f. 2. október 1878. Fór til Vesturheims 1902.

III. Ólöf Gunnsteinsdóttir sambýliskona Guðmundar Guðmundssonar bónda og smiðs á Hólnum.
Barn þeirra var
1. Guðmundur Guðmundsson, f. 1. febrúar 1855, d. 25. nóvember 1874, „dó úr krampa, var holdsveikur“.

IV. Halldóra Gunnsteinsdóttir vinnukona í V-Skaft. og u. Eyjafjöllum, gift Eiríki Hannessyni.
Börn þeirra í Eyjum voru:
1. Hildar Eiríksdóttur húsfreyju í Akurey kona Sigurðar Sigurðssonar smiðs.
Börn hér:
a) Þorbjörg Sigurðardóttir húsfreyja á Brekastíg 23, f. 22. febrúar 1895, d. 9. júní 1948.
b) Jónína Hólmfríður Sigurðardóttir húsfreyja á Brekastíg 30, (Hofsstöðum), f. 29. júlí 1897 á Norðfirði, d. 25. nóvember 1978.
c) Sigríður Jónína Sigurðardóttir húsfreyja á Brekastíg 30, (Hofsstöðum), f. 23. september 1898 í Stekkjarnesi í Norðfirði, d. 30. desember 1977.
d) Engilbert Ottó Sigurðsson, f. 16. október 1901, d. 5. maí 1930.
e) Alfons Halldór Sigurðsson, f. 2. mars 1904, d. 2. desember 1927.

2. Sigríðar Eiríksdóttur húsfreyju í Dölum kona Þorsteins Péturssonar smiðs.
a) Jónína Þorsteinsdóttir, f. 26. nóvember 1885.
b) Dómhildur Þorsteinsdóttir, f. 2. júní 1887.

V. Jón Gunnsteinsson eldri, bóndi í Vesturholtum u. Eyjafjöllum, kvæntur Sigríði Jónsdóttur húsfreyju.
Börn þeirra í Eyjum voru
1. Gunnsteinn Jónsson sjómaður i Hólshúsi, kvæntur Sigríði Guðmundsdóttur húsfreyju.
Börn hér:
a) Guðjónína Gunnsteinsdóttir, (einnig ritað Guðjónía), ráðskona í Garðsauka, f. 12. apríl 1887, d. 14. september 1965.
b) Sígríður Gunnsteinsdóttir vinnukona í Hólshúsi, f. 14. febrúar 1889, d. 25. júní 1909.
c) Guðrún Gunnsteinsdóttir vinnukona á Lundi, síðar húsfreyja á Reynishólum í Mýrdal, f. 19. júlí 1891, d. 8. júní 1975.

2. Guðrún Jónsdóttir bústýra á Vilborgarstöðum, f. 28. febrúar 1864, d. 10. nóvember 1890.
Börn hennar:
a) Jóhann Antonsson Bjarnasen kaupmaður, f. 26. júní 1885, d. 24. september 1953.
b) Karl Antonsson Bjarnasen, f. 18. október 1889, d. 1915.

VI. Sigríður Gunnsteinsdóttir húsfreyja í Vallnatúni u. Eyjafjöllum, kona Jóns Hannessonar bónda þar.
Barn hér:
1. Ragnhildur Jónsdóttir á Nýlendu, fyrst gift Þórði Jónssyni bónda á Hellum í Mýrdal.
Börn hér:
a) Jónína Guðlaug Þórðardóttir, f. 29. júní 1880, d. 18. maí 1969, kona (skildu) Vilhjálms Brandssonar gullsmiðs, f. 1878.
b) Sigurfinna Þórðardóttir húsfreyja í Gerði, f. 21. nóvember 1883, d. 13. nóvember 1968, kona Stefáns Sigfúsar Guðlaugssonar skipstjóra og útgerðarmanns, f. 6. desember 1888, d. 13. febrúar 1965.
c) Jón Þórðarson á Nýlendu, f. 24. júlí 1887, d. 16. júní 1948. Kona hans var Guðbjörg Ágústa Sigurðardóttir, f. 24. ágúst 1887, d. 21. apríl 1974.
d) Gunnsteinn Þórðarson landverkamaður, sjómaður, f. 11. desember 1889, drukknaði af vélbáti í Eyjum 24. mars 1908.
Síðari maður Ragnhildar var Magnús Ólafsson bóndi, lengst í Dyrhólahjáleigu (á Haugnum) í Mýrdal.
Barn hér:
e) Sigurður Magnússon landvinnumaður og sjómaður, síðast á Hólum, f. 17. mars 1896, d. 27. nóvember 1918.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.