Jón Ísaksson (Seljalandi)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Jón Þórmundur Ísaksson.

Jón Þórmundur Ísaksson frá Seljalandi, flugmaður, flugumferðarstjóri fæddist þar 28. febrúar 1927 og lést 14. maí 2015.
Foreldrar hans voru Ísak Árnason sjómaður, verkamaður f. 24. desember 1897 á Hrjóti í Hjaltastaðaþinghá, d. 13. febrúar 1971, og kona hans Jónína Einarsdóttir húsfreyja, f. 25. mars 1885, d. 22. september 1968.

Barn Jónínu og Ísaks var
1. Jón Ísaksson flugmaður, flugumferðarstjóri, f. 28. febrúar 1927, d. 14. maí 2015.
Börn Jónínu frá fyrra hjónabandi og hálfsystkini Jóns Þórmundar:
2. Einar Jónsson sjómaður, f. 17. apríl 1911.
3. Guðmunda Margrét Jónsdóttir húsfreyja, f. 16. mars 1914.

Jón var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam flug, lauk sólóprófi 1946, atvinnuflugmannsréttindi hlaut hann 1947 frá Spartan School of Aeronautics í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum, og blindflugsréttindi fékk hann þar 1948.
Hann vann hjá Loftleiðum til ársins 1953, er hann hóf nám í flugumferðarstjórn hjá Flugmálastjórn.
Hann var lengst varðstjóri á Reykjavíkurflugvelli, en í viðlögum á Vestmannaeyjaflugvelli.
Þau Þóra Karítas giftu sig 1954 og eignuðust fimm börn, en misstu eitt þeirra viku gamalt.

I. Kona Jóns, (11. desember 1954), var Þóra Karítas Ásmundsdóttir húsfreyja, f. 17. nóvember 1926 á Lindahlíð í Aðaldal. Foreldrar hennar voru Ásmundur Kristjánsson bóndi, f. 10. október 1899, d. 28. júní 1971, og kona hans Helga Hernitsdóttir húsfreyja, f. 30. október 1900, d. 27. október 1990.
Börn þeirra Þóru Karítasar:
1. Jónína Helga Jónsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 17. september 1955. Maður hennar er Þorsteinn Þorsteinsson rekstrarhagfræðingur.
2. Svanhildur Jónsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 14. desember 1956. Maður hennar er Jóhann Jónsson húsvörður.
3. Drengur, f. 8. desember 1960, d. 15. desember 1960.
4. Helena Jónsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 13. maí 1964. Maður hennar er Páll Ríkarðsson bæjarstarfsmaður.
5. Ásmundur Ísak Jónsson flugumferðarstjóri, f. 2. desember 1965. Kona hans er Guðrún Björg Ragnarsdóttir húsfreyja, sérkennari.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.