Jón Eiríksson (Gjábakka)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Jón Eiríksson sjómaður frá Gjábakka fæddist 14. október 1847 og drukknaði 26. febrúar 1869.
Foreldrar hans voru Kristín Jónsdóttir húsfreyja á Gjábakka, f. 1811, d. 14. október 1883, og maður hennar Eiríkur Hansson sjávarbóndi, f. 3. ágúst 1815, drukknaði 26. febrúar 1869.

Jón var með foreldrum sínum frá fæðingu. Hann var skipverji á Blíð og fórst við Bjarnarey 1869, ásamt föður sínum, Rósinkrans bróður sínum, Jóni lóðs mági sínum og Guðna unnusta systur hans og fleiri í Útilegunni miklu við Bjarnarey 1869.
Jón var ókvæntur og barnlaus.
Þeir, sem fórust við Bjarnarey, voru:
1. Jón Jónsson lóðs á Vilborgarstöðum, formaður. Kona hans var Veigalín Eiríksdóttir frá Gjábakka.
2. Eiríkur Hansson bóndi á Gjábakka.
3. Jón Eiríksson.
4. Rósinkranz, sonur Eiríks Hanssonar.
5. Guðni Guðmundsson smiður í Fagurlyst, verðandi tengdasonur Eiríks Hanssonar, unnusti Málfríðar.
6. Snjólfur Þorsteinsson, vinnumaður í Görðum við Kirkjubæ unnusti Þorgerðar Gísladóttur.
7. Bjarni Magnússon bóndi á Kirkjubæ, maður Þóru Jónsdóttur.
8. Jósep Sveinsson vinnumaður í Háagarði.
9. Jón Guðmundsson, unglingur frá Núpakoti undir Eyjafjöllum, óskilgetinn sonur Margrétar Halldórsdóttur, síðari konu Jóns Þorgeirssonar bónda á Oddsstöðum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.