Jón Filippusson (Dalbæ)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Jón Filippusson í Dalbæ fæddist 14. september 1878 í A-Landeyjum og lést 23. júlí 1956.
Foreldrar hans voru Filippus Jónsson frá Þórnúpi í Fljótshlíð, f. 1854, d. 30. apríl 1879, og barnsmóðir hans Ingibjörg Sigurðardóttir frá Búðarhóli í A-Landeyjum, síðar húsfreyja í Batavíu, f. 13. maí 1855, d. 16. febrúar 1906.

Jón var með móður sinni og móðurforeldrum á Búðarhóli 1880, fluttist með þeim til dvalar í Eyjum 1888.
Hann fluttist kvæntur maður frá Seyðisfirði til Eyja með Jóhönnu Sigríði 1898.
Jón var leigjandi með Jóhönnu í Dalbæ 1901.
Þau fluttust til Vesturheims 1902 með barnið Ólaf Vídlín.

Kona Jóns var Jóhanna Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 15. september 1876, d. 16. apríl 1916.
Barn þeirra hér var
1. Ólafur Vídalín Jónsson, f. 26. október 1899, d. 17. nóvember 1974. Hann nefndi sig Philippson Vestra. Kona hans var Karla Marie Jensen.
2. Jón Jónsson, f. 14. október 1901, d. 20. október 1901.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.