Jón Guðmundsson (Móhúsum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Jón Guðmundsson bóndi í Móhúsum fæddist 31. janúar 1814 á Prestbakka á Síðu og lést 2. maí 1862 í Móhúsum.
Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson bóndi og húsmaður víða, lengst bóndi í Heiðarseli á Síðu 1828-1838, f. 1782, d. 21. janúar 1845 í Pétursey í Mýrdal, og barnsmóðir hans Guðný Jónsdóttir vinnukona, f. 1780, d. 10. ágúst 1864 á Keldunúpi á Síðu.

Guðmundur var tökubarn í Hólmi í Landbroti 1815-1818, í Seglbúðum þar 1818-1831, léttadrengur í Hátúnum þar 1831-1832.
Hann var í Eyjum 1832-1837, vinnumaður á Vilborgarstöðum,
var vinnumaður í Seglbúðum 1837-1838,
var í Eyjum 1838-1840,
var vinnumaður á Refsstöðum í Landbroti 1840-1842, í Seglbúðum 1842-1843.
Hann fluttist alkominn til Eyja 1843 og var tómthúsmaður í Móhúsum til æviloka 1862. Hann lést „ af langvarandi lifrarveiki“, sem mun hafa verið sullaveiki.

Kona Jóns, (3. nóvember 1853), var Evlalía Nikulásdóttir húsfreyja, f. 1820, d. 12. nóvember 1903.
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.