Jón Hreinsson (Batavíu)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Jón Hreinsson formaður í Batavíu, síðar kaupmaður í Spanish Fork í Utah, fæddist 21. janúar 1858 í Brandshúsi og lést 7. október 1948 í Vesturheimi.
Foreldrar hans voru Hreinn Jónsson sjómaður í Brandshúsi, f. 28. nóvember 1821 í Kúfhól í A-Landeyjum, drukknaði í mars 1863, og kona hans Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja í Brandshúsi, f. 17. ágúst 1830, d. 1. júlí 1886, síðar fyrri kona Guðmundar Ögmundssonar, síðar vitavarðar í Batavíu.

Jón var formaður á Blíðu um skeið. Hann fór til Vesturheims með fjölskyldu 1892, varð kaupmaður í Spanish Fork í Utah, var forstjóri ,,Verslunar- og Iðnaðar-félags Íslendinga í Spanish Fork“.

Kona Jóns, (17. október 1879), var Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja frá Ömpuhjalli, f. 19. október 1854, d. 25. maí 1900 í Vesturheimi.
Börn þeirra hér:
1. Rósa Jóhanna Sigríður Jónsdóttir, f. 15. janúar 1880. Hún fór til Utah með foreldrum sínum, lést 17. apríl 1954. Maður hennar var Stringer.
2. Jóhann Hreinn Jónsson, f. 18. júní 1882, d. 8. júlí 1882 úr mislingum.
3. Sigríður Guðmundína Jónsdóttir, f. 27. júlí 1883, d. 9. apríl 1885.
4. Jóhann Sigurmundur Jónsson, f. 21. ágúst 1887. Fór til Vesturheims með foreldrum sínum, lést 30. nóvember 1934 í Castle Gate í Utah.
5. Jón Kristinn Jónsson, f. 11. júlí 1891. Hann fór til Utah 1892.

„Christine, daughter of Gudmundur and Gudny Arnason was born October 19, 1864, in Vestmannaeyjar, Iceland. She married Jon Hreinson January 1, 1888, and they followed her mother to Utah. They were the parents of three children, Rose, Jon (Jack) and Christian.
Mr. Hreinson was manager of the Spanish Fork Icelandic Store. Mrs. Hreinson, like her sisters was a homemaker and a member of the Icelandic Literary Society. Christine passed away May 25, 1900, while Jon lived until October 7, 1948.“ (Ljósrit úr google: Utah Icelandic Settlement).


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • The Icelanders of Utah. La Nora Allsted.
  • Utah Icelandic Settlement (google).
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.