Jón Jónsson (Jónshúsi)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Jón Jónsson frá Jónshúsi, síðar bóndi og formaður á Tjörnum og Seljalandi u. Eyjafjöllum fæddist 15. nóvember 1845 og lést 5. desember 1918.
Foreldrar hans voru Jón Oddsson tómthúsmaður, síðan bóndi á Bakka í A-Landeyjum, f. 23. febrúar 1817 á Breiðabólstað á Síðu, d. 2. desember 1894 á Tjörnum u. Eyjafjöllum, og kona hans Sigríður Jónsdóttir húsfreyja frá Bakka, f. 25. september 1817, d. 25. janúar 1907 á Víðinesi á Kjalarnesi.

Jón fluttist með foreldrum sínum að Bakka í A-Landeyjum 1847. Hann var með þeim enn 1870, kvæntist Guðnýju 1878, var húsmaður og bóndi Bakka á því ári með Guðnýju konu sinni og dóttur þeirra Jónínu.
Þau Guðný voru bændur á Tjörnum 1890 með 4 börn sín, Jónínu 12 ára, Sigríði 7 ára, Guðrúnu 6 ára og Soffíu 5 ára.
1901 vor þau komin að Seljalandi og Marta hafði bæst í hópinn, en Jónína var farin.
Þau Guðný bjuggu enn á Seljalandi 1910.
Jón lést 1918.

Kona Jóns, (11. október 1878 ), var Guðný Þorbjarnardóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1848, d. 16. maí 1940. Foreldrar hennar voru Þorbjörn Jónsson bóndi í Austurhjáleigu í A-Landeyjum, síðan í Kirkjulandshjáleigu þar, f. 1810. d. 1901 og síðari kona hans Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 1820, d. 1888, en systur Guðrúnar í Eyjum voru:
Alsystir var
1. Þuríður Sigurðardóttir húsfreyja, mormóni á Löndum.
Háfsystur hennar, samfeðra, í Eyjum voru:
2. Guðrún Sigurðardóttir eldri, húsfreyja á Kirkjubæ, Presthúsum og í Hólshúsi f. 1. janúar 1827, d. 13. maí 1882.
3. Járngerður Sigurðardóttir húsfreyja í Draumbæ, Túni og Stóra-Gerði, síðar í Fagurlyst, f. 17. september 1830, d. 23. desember 1876.
4. Guðrún Sigurðardóttir yngri, húsfreyja, f. 6. apríl 1834, d. 31. ágúst 1897 í Vesturheimi.

Börn Jóns og Guðnýjar voru:
1. Jónína Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 5. maí 1878, d. 7. október 1932.
2. Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Landakoti, f. 4. nóvember 1883, d. 2. ágúst 1923, kona Sigurðar Sigurðssonar útvegsbónda og sjómanns, f. 26. júlí 1883, d. 25. janúar 1961.
3. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Brimhólum, f. 24. maí 1884, d. 5. maí 1976, kona Hannesar Sigurðssonar, f. 6. ágúst 1881, d. 14. febrúar 1981.
4. Soffía Jónsdóttir saumakona í Görðum, f. 14. september 1885, d. 31. janúar 1965.
5. Marta Jónsdóttir, f. 25. janúar 1892, d. 18. apríl 1924.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.