Jón Sigurðsson (Vilborgarstöðum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Jón Sigurðsson á Vilborgarstöðum fæddist 3. nóvember 1799 á Klasabarða og lést 13. febrúar 1852.
Faðir hans var Sigurður bóndi á Klasbarða vestra 1801, í Oddagörðum í Flóa 1816, Brattholtshjáleigu á Stokkseyri 1818-1820, síðar í Fljótshlíð og Landeyjum, f. 1761, d. á Bakka í A-Landeyjum 12. september 1825, Árnason bónda í Stóru-Hildisey í A-Landeyjum, f. 1725, d. 13. apríl 1785, Jónssonar (líklega) bónda í Stóru-Hildisey, Árnasonar og ókunnrar konu.
Móðir Sigurðar á Klasbarða og kona Árna í Stóru-Hildisey var Hólmfríður húsfreyja í Stóru-Hildisey, f. 1729, d. 27. mars 1802, Sigmundsdóttir bónda á Arnarhóli í V-Landeyjum og Miðkoti í A-Landeyjum, f. 1690, Björnssonar, og konu Sigmundar, Marínar húsfreyju, f. 1699, Ásmundsdóttur.

Móðir Jóns og kona Sigurðar var Guðlaug frá Leiðvelli í Meðallandi, húsfreyja á Klasbarða vestra 1801, í Oddagörðum í Flóa 1816, Brattholtshjáleigu á Stokkseyri 1818-1820, síðar í Fljótshlíð og Landeyjum, f. 1766, d. 3. júlí 1834, Árnadóttir bónda í Eystra-Fíflholti í V-Landeyjum, f. 1722, Guðmundssonar bónda í Gerðum í V-Landeyjum, f. 1684, Jónssonar, og konu Guðmundar í Gerðum, Guðrúnar húsfreyju, f. 1693, Jónsdóttir eða Björnsdóttur .
Móðir Guðlaugar á Vestri-Klasbarða og kona Árna í Eystra-Fíflholti var Guðrún húsfreyja, f. 1727, Sigurðardóttir bónda, síðast á Búðarhóli í A-Landeyjum, skipasmiðs og formanns við Landeyjasand, f. 1702, d. 29. maí 1783 í Þerney, Þorkelssonar, og konu Sigurðar, Margrétar húsfreyju, f. 1709, Guðmundsdóttur.

Systkini Jóns á Vilborgarstöðum voru:
1. Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja í Björnshjalli 1845, f. 17. ágúst 1787, d. 10. júlí 1852.
2. Guðríður Sigurðardóttir vinnukona í Stóra-Gerði, húskona í London, f. 1788, d. 8. júní 1866.
3. Sigurður Sigurðsson tómthúsmaður í Dalahjalli, f. 1802, d. 29. maí 1866.

Jón var með foreldrum sínum á Klasbarða vestri 1801, í Brattholtshjáleigu 1818.
Hann fluttist að Miðholti í Fljótshhlíð 1820, vinnumaður og var á Butru þar 1823, í Bollakoti þar 1824. Þar voru þau bæði, Jón og Emerentíana 1826, vinnufólk.
Þau Emerentíana fluttust barnlaus frá Teigi í Fljótshlíð að Steinshúsi í Eyjum 1829.
Þau fluttust að Háagarði 1835 og það ár var hann bóndi á Vilborgastöðum með konu sinni Emerentíönu Jónsdóttur húsfreyju, f. 1799, og fósturbarninu Kristínu Björnsdóttur 10. ára, fæddri í Eyjum, dóttur Guðrúnar í Björnshjalli, systur Jóns. (Háigarður var á Vilborgarstaðajörðinni og gjarnan talinn með Vilborgarstöðum á þeim árum).
Við manntal 1840 voru þau enn á Vilborgarstöðum með fósturbarninu Kristínu 15 ára, en ekki eigin börnum.
Emerentíana lést 3. ágúst 1843.
Við manntal 1845 var Jón enn á Vilborgarstöðum með nýrri konu, Sigríði Eiríksdóttur húsfreyju, f. 1819, barninu Vigdísi Jónsdóttur eins árs, Kristínu Björnsdóttur vinnukonu 20 ára og Guðmundi Eiríkssyni vinnumanni, frá Skálmarbæ í Álftaveri 26 ára, en þau Kristín giftust síðar og bjuggu í Smiðjunni.
Við manntal 1850 voru þau Sigríður enn á Vilborgarstöðum með Vigdísi og vinnukonunni Sigþrúði Ormsdóttur, sem varð amma Bergmundar Arnbjörnssonar í Nýborg, Þorbjörns Arnbjörnssonar á Reynifelli, Ágústu Arnbjörnsdóttur húsfreyju í Hvíld við Faxastíg og Guðbjargar Arnbjörnsdóttur.
Jón Sigurðsson lést 1852.

Jón Sigurðsson var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (1829), var Emerentíana Jónsdóttir frá Bollakoti í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 1799, d. 3. ágúst 1843.
Barn hér:
1. Sigurður Jónsson, f. 6. janúar 1837, d. 12. janúar 1837.

II. Sigríður Eiríksdóttir húsfreyja, f. 1815, d. 24. nóvember 1890.
Börn þeirra hér:
2. Vigdís Jónsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum, síðar í Utah í Bandaríkjunum og Alberta í Kanada, f. 10. júní 1845.
3. Sigríður Jónsdóttir, f. 14. september 1851, d. 14. ágúst 1853.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Guðrún Bjarkadóttir.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.