Kristín Jónsdóttir (Garðhúsum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Kristín Jónsdóttir frá Jómsborg, húsfreyja í Garðhúsum fæddist 7. ágúst 1890 og lést 21. nóvember 1968.
Foreldrar hennar voru Jón Sighvatsson bóndi, söðlasmiður, sjómaður við Sandinn, bóksali, útvegsmaður og bókavörður í Eyjum, f. 4. júlí 1856, d. 5. desember 1932, og kona hans Karólína Kristín Oddsdóttir húsfreyja, f. 21. október 1856, d. 12. september 1936.

Börn Karólínu Kristínar og Jóns voru:
1. Þorsteinn Johnson bóksali, f. 19. júlí 1883, d. 16. júní 1959.
2. Þorvaldur Jónsson, f. 7. júlí 1884, drukknaði 22. júní 1903.
3. Oddur Jónsson, f. 17. júlí 1885, d. að líkum Vestanhafs.
4. Sæmundur Jónsson útgerðarmaður, f. 2. apríl 1888, d. 31. mars 1968.
5. Kristín Jónsdóttir húsfreyja í Garðhúsum, f. 7. ágúst 1890, d. 21. nóvember 1968.
6. Jónína Jónsdóttir húsfreyja á Hlíðarenda, f. 11. júlí 1892, síðast í Hafnarfirði, d. 21. mars 1976.

Kristín ólst upp með foreldrum sínum og fluttist með þeim til Eyja 1898.
Hún var við nám í Reykjavík 1910, giftist Jóni 1918. Þau voru komin í Garðhús 1920, bjuggu þar eignuðust 12 börn, misstu fjögur þeirra á ungum aldri.
Kristín lést 1968 og Jón 1969.

I. Maður Kristínar, (26. maí 1918), var Jón Vigfússon Waagfjörð málarameistari, bakarameistari í Garðhúsum, f. 15. október 1883 á Skálanesi við Seyðisfjörð, d. 2. mars 1969.
Börn þeirra:
1. Jón Waagfjörð yngri málari, bakari, f. 24. febrúar 1920, d. 17. september 2005.
2. Lilja Kristín Waagfjörð, f. 13. apríl 1921 í Garðhúsum, d. 9. apríl 1924.
3. Karólína Kristín Waagfjörð hjúkrunarfræðingur, f. 19. apríl 1923 í Garðhúsum, d. 10. nóvember 2011.
4. Símon Waagfjörð bakari, bólstrari, f. 1. maí 1924, d. 13. september 2007.
5. Jónína Lilja Waagfjörð hjúkrunarfræðingur, f. 18. október 1926 í Garðhúsum, d. 10. janúar 2009.
6. Ásta Waagfjörð, f. 21. janúar 1928 í Garðhúsum, d. 29. janúar 1928.
7. Auður Waagfjörð húsfreyja, f. 15. febrúar 1929 í Garðhúsum, d. 15. september 2010.
8. Óskar Waagfjörð, f. 15. febrúar 1929.
9. Vigfús Waagfjörð vélstjóri, f. 17. febrúar 1930 í Garðhúsum, d. 21. júlí 2010.
10. Stúlka Waagfjörð, f. 22. nóvember 1931 í Garðhúsum, d. 24. nóvember 1931.
11. Anna Waagfjörð, f. 2. september 1934 í Garðhúsum, d. 24. apríl 2002.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.