Kristín María Waage

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Kristín María Eggertsdóttir Waage húsfreyja í Garðinum fæddist 20. maí 1860 og lést 6. apríl 1894.
Foreldrar hennar voru Eggert Waage Magnússon kaupmaður í Reykjavík, f. 21. nóvember 1824, d. 4. desember 1900 og kona hans Kristín Sigurðardóttir Waage húsfreyja, f. 25. ágúst 1832, d. 10. nóvember 1898.

Kristín María var með foreldrum sínum í Reykjavík fram um tvítugsaldur.
Hún giftist Helga Eyjólfi 1881 og fluttist með honum til Eyja á því ári.
Þau bjuggu í Garðinum, hann var þar verslunarstjóri hjá J.P.T. Bryde. Kristín María ól þar tvö börn. Hún veiktist og leitaði sér lækninga í Danmörku 1885. Börnin voru send til foreldra hennar í Reykjavík.
Kristín María mun ekki hafa komið aftur til Eyja, en Helgi fluttist til Reykjavíkur 1888.
Hún eignaðist eitt barn 1890 og lést 1894.

I. Maður hennar, (11. ágúst 1881), var Helgi Eyjólfur Jónsson verslunarstjóri í Garðinum, síðar í Reykjavík, f. 31. október 1852, d. 6. júní 1905 Börn þeirra voru:
1. Anna Guðrún Halla Helgadóttir kennari, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 12. maí 1882, d. 14. apríl 1962.
2. Helgi Helgason nemi í Latínuskólanum, f. 17. júlí 1883, d. 12. mars 1898.
3. Guðrún Elín Helgadóttir verslunarmaður í Reykjavík, f. 12. maí 1890, d. 20. janúar 1972.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.is
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.