Kristinn Björn Guðjónsson (Brautarholti)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Kristinn Björn Guðjónsson.

Kristinn Björn Guðjónsson frá Brautarholti, sjómaður á Höfn í Hornafirði fæddist 4. febrúar 1935 í Brautarholti og lést 31. júlí 2015.
Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson sjómaður, matsveinn frá Vesturholtum í Rangárvallasýslu, síðar í Eyjum, f. 3. nóvember 1905, d. 22. janúar 1965, og sambýliskona hans Karólína Björnsdóttir húsfreyja, f. 16. desember 1906, d. 14. október 2003.

Börn Guðjóns og Karólínu:
1. Sigurbjörg Guðjónsdóttir, f. 5. janúar 1932 á Lágafelli, d. 3. desember 2014.
2. Erla Guðjónsdóttir, f. 20. september 1933 í Jómsborg, d. 1. janúar 1966.
3. Kristinn Björn Guðjónsson, f. 4. febrúar 1935 í Brautarholti, d. 31. júlí 2015.
4. Sigurlaug Guðjónsdóttir, f. 14. nóvember 1937 í Vinaminni.
Hálfsystir þeirra, barn Karólínu er
5. Alda Andrésdóttir bankafulltrúi í Hveragerði f. 28. apríl 1928 á Miðhúsum.

Kristinn Björn var með foreldrum sínum í Brautarholti 1935 og síðan í Vinaminni til um 1944. Hann fluttist með þeim til Selfoss.
Kristinn Björn fluttist til Hafnar í Hornafirði og vann við sjómennsku, var ýmist vélstjóri, kokkur eða háseti, síðustu starfsárin vann hann í Veiðarfæragerð Hornafjarðar.
Þau Heiður hófu búskap 1960, byggðu hús við Hlíðartún og bjuggu þar síðan, eignuðust þrjú börn.

Kona Kristins Bjarnar var Heiður Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 22. janúar 1937. Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Guðmundsson bóndi í Flatey á Mýrum og Breiðabólstaðargerði í Suðursveit, f. 21. ágúst 1900, d. 10. mars 1992 og kona hans Guðný Sigurbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 8. október 1903, d. 30. júní 1970.
Börn þeirra:
1. Vilhjálmur Kristinsson, f. 5. maí 1960.
2. Sigríður Steinunn Kristinsdóttir, f. 12. október 1967.
3. Erlingur Guðjón Kristinsson, f. 15. október 1971.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.