Kristinn Sigurðsson (Skjaldbreið)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Kristinn með systkinum sínum.

Kristinn Sigurðsson var borinn og barnfæddur Vestmannaeyingur. Hann var fæddur 2. september 1917 og lést 26. júní 1984. Hann var sonur hjónanna Hólmfríðar Jónsdóttur og Sigurðar Ingimundarsonar skipstjóra frá Skjaldbreið. Var Kristinn ætíð þekktari sem Kiddi á Skjaldbreið. Árið 1940 kvæntist hann Bjarnýju Guðjónsdóttur og eignuðust þau fimm börn, Ástu, Sigfríð, Jónu, Eygló og son sem lést ungur. Þau bjuggu á Urðarvegi 38.

Kristinn var formaður á Gullveigu.

Kristinn vann sem trésmiður og verkstjóri hjá Vestmannaeyjakaupstað en hann var svo ráðinn slökkviliðsstjóri 1964. Því starfi gegndi hann til æviloka. Hann var auk þess formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja og sat í Sjómannadagsráði.

Óskar Kárason samdi formannavísu um Guðmund:

Gullveigu um gýmis flóð
gerir Kristinn reyna,
happa föngin hefur góð
hann á kjalar meyna.Heimildir

  • Óskar Kárason. Formannavísur. Vestmannaeyjum, 1950.