Margrét Ingibjörg Guðmundsdóttir

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Margrét Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Vilborgarstöðum, húsfreyja, kjólameistari fæddist þar 8. júní 1909 og lést 7. mars 1976.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Gíslason frá Seljavöllum u. Eyjafjöllum, útvegsbóndi, bátsformaður á Vilborgarstöðum, síðar starfsmaður Landsímans í Reykjavík, f. 9. janúar 1883, d. 8. apríl 1969, og kona hans Oddný Elín Jónasdóttir frá Bakka á Álftanesi, húsfreyja, f. 24. mars 1878, d. 30. nóvember 1967.

Börn Oddnýjar og Guðmundar:
1. Jónas Þorbergur Guðmundsson sjómaður, verkamaður í Reykjavík, f. 4. júlí 1908 í Dal, d. 1. október 1979.
2. Margrét Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, kjólameistari, f. 8. júní 1909 á Vilborgarstöðum, d. 7. mars 1976.
3. Magnús Guðmundsson málari í Reykjavík, f. 29. apríl 1912 á Vilborgarstöðum, d. 10. nóvember 1961.
4. Haraldur Kristinn Guðmundsson prentari, tónlistarmaður, tónlistarkennari, skólastjóri, f. 30. júlí 1922 á Vilborgarstöðum, d. 29. nóvember 1981.

Margrét var með foreldrum sínum á Vilborgarstöðum í æsku og enn 1927, fluttist með þeim til Reykjavíkur 1930 og bjó með þeim á Barónsstíg 18 á því ári.
Margrét nam kjólasaum. Þau Tryggvi giftu sig, eignuðust eitt barn.
Tryggvi lést 1971 og Margrét Ingibjörg 1976.

I. Maður Margrétar Ingibjargar, (1938, skildu), var Tryggvi Guðjón Þorfinnsson skólastjóri Matsveina- og veitingaþjónaskólans, f. 2. ágúst 1917 í Tryggvaskála, d. 21. september 1971. Foreldrar hans voru Þorfinnur Jónsson frá Sölvholti í Hraungerðishreppi, veitingamaður í Tryggvaskála á Selfossi og Baldurshaga í Mosfellssveit, f. 10. júní 1867, d. 13. mars 1935, og kona hans Steinunn Guðnadóttir frá Holtakoti í Biskupstungum, húsfreyja, f. 12. október 1890, d. 29. ágúst 1963.
Barn þeirra:
1. Þorfinnur Óli Tryggvason matreiðslumaður, bryti, f. 31. ágúst 1939 í Kaupmannahöfn, d. 28. október 2016. Kona hans Alda Berg Óskarsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 16. nóvember 2016. Minning Þorfinns Óla.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.