Millý Birna Haraldsdóttir

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Millý Birna Haraldsdóttir.

Millý Birna Haraldsdóttir húsfreyja fæddist 4. mars 1933 í Reykjavík og lést 5. nóvember 2009 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Haraldur Björnsson frá Sporði í V-Hún., f. 12. nóvember 1901, d. 7. september 1977, og Jóhanna Sigbjörnsdóttir frá Vík í Fáskrúðsfirði, f. 10. maí 1902, d. 2. ágúst 1986.

Millý lauk gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskóla Austurbæjar, vann um árabil ýmis verslunarstörf og síðar við ræstingar í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og á Reykjalundi.
Þau Ólafur eignuðust tvö börn, bjuggu í fyrstu í Eyjum, en síðan í Reykjavík og lengst í Mosfellsbæ.
Ólafur lést 1. mars 2009, Ragnar sonur þeirra dó 4. mars 2009 og Millý Birna í nóvember 2009.

I. Maður Millýjar Birnu var Ólafur Kristján Vilhjálmsson rafvirki, f. 18. mars 1928, d. 4. mars 2009.
Börn þeirra:
1. Ragnar Ólafsson starfsmaður Norðuráls, f. 26. nóvember 1963 í Eyjum, d. 1. mars 2009. Unnusta hans er Valey Björk Guðjónsdóttir.
2. Líney Ólafsdóttir húsfreyja, aðstoðarleikskólastjóri í Mosfellsbæ, f. 28. júlí 1965 í Reykjavík. Maður hennar er Karl Tómasson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.