Nikólína Guðnadóttir (Framnesi)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Nikólína Guðnadóttir frá Bartakoti í Strandarsókn, Árn. húsfreyja í Framnesi fæddist 20. ágúst 1874 í Bartakoti og lést 19. nóvember 1950.
Foreldrar hennar voru Guðni Ásmundsson bóndi í Bartakoti, síðar í Framnesi, f. 18. ágúst 1836 í Selvogssókn, Árn., d. 31. október 1912, og kona hans Guðrún Stefánsdóttir húsfreyja, f. 1837 í Gaulverjabæjarsókn í Flóa, d. 1905.

Nikólína var með foreldrum sínum í æsku, var léttastúlka í Þorkelsgerði í Strandarsókn 1890, en leigjandi á Innri-Ósi í Seyðisfirði 1901.
Hún fluttist frá Seyðisfirði til Eyja 1905 og giftist Guðjóni á því ári. Þau bjuggu í Framnesi 1906 og síðan, eignuðust fimm börn.
Guðjón lést 1945 og Nikólína 1950.

I. Maður Nikólínu, (16. desember 1905), var Guðjón Pétur Jónsson formaður í Framnesi, f. 22. febrúar 1885 á Kirkjubæ, d. 24. janúar 1945.
Börn þeirra:
1. Stefanía Jónína Guðjónsdóttir, f. 18. janúar 1904, d. fyrir 1906.
2. Guðrún Marín Guðjónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 19. ágúst 1905, d. 3. mars 1983.
3. Guðbjörg Anný Guðjónsdóttir, f. 17. október 1908, d. 12. maí 1993.
4. Sigurður Guðjónsson sjómaður, stýrimaður, f. 3. nóvember 1911 í Framnesi, d. 5. maí 1955.
5. Guðlín Guðný Guðjónsdóttir, f. 24. mars 1913, d. 19. maí 1970.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.