Njáll Andersen (Sólbakka)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Njáll Andersen frá Sólbakka vélvirkjameistari, verkstjóri fæddist 24. júní 1914 í Landlyst og lést 27. október 1999.
Foreldrar hans voru Hans Peter Andersen útgerðarmaður og skipstjóri á Sólbakka í Eyjum, ættaður frá Danmörku, f. 30. mars 1887 í Frederiksand, d. 6. apríl 1955 og kona hans Jóhanna Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 27. febrúar 1889 í Sigluvíkursókn í V-Landeyjum, d. 23. nóvember 1934.

Börn Jóhönnu og Péturs:
1. Valgerði Ólafía Eva, f. 9. nóvember 1908, d. 17. september 1992.
2. Willum Jörgen, f. 30. september 1910, d. 17. júlí 1988.
3. Knud Kristján, f. 23. mars 1913, d. 13. desember 2000.
4. Njáll, f. 24. júní 1914, d. 27. október 1999.
5. Emil Marteinn, f. 31. júlí 1917, d. 17. mars 1995.
6. Guðrún Svanlaug Andersen, f. 2. mars 1921, d. 25. september 2009.

Njáll var með foreldrum sínum í æsku.
Hann hóf vélvirkjanám hjá Guðjóni Jónssyni í Vélsmiðjunni 16 ára gamall. Að námi loknu sigldi hann til Danmerkur og vann í Hundested til að auka færni sína.
Njáll sneri heim 1937 og vann í Vélsmiðjunni Magna. Hann keypti einnig hlut í henni 1941. Hann varð snemma verkstjóri þar.
Magni og Völundur sameinuðust í Skipalyftuna hf. og var Njáll verkstjóri þar í fyrstu, en hætti vegna heilsubrests. Þau Halldóra giftu sig 1939, eignuðust sex börn. Þau bjuggu í fyrstu á Sólbakka, en byggðu sér að Hásteinsvegi 29 1942 og bjuggu þar, uns þau fluttust að Sólhlíð 19e.
Njáll lést 1999.

I. Kona Njáls, (8. apríl 1939), er Halldóra Hansína Úlfarsdóttir frá Vattarnesi við Reyðarfjörð, húsfreyja, f. 2. október 1918, d. 20. ágúst 2000.
Börn þeirra:
1. María Jóhanna Njálsdóttir Andersen húsfreyja, kaupmaður, skólaliði, f. 11. febrúar 1940 á Sólbakka. Maður hennar var Kolbeinn Ólafsson.
2. Úlfar Njálsson Andersen vélvirki, f. 10.janúar 1943 á Hásteinsvegi 29. Fyrri kona hans er Guðfinna Ásta Kristinsdóttir. Síðari kona Úlfars er Halla Hafsteinsdóttir.
3. Harpa Njálsdóttir Andersen húsfreyja, skólaliði, f. 10. ágúst 1948 á Hásteinsvegi 29. Fyrri maður hennar var Ólafur Óskarsson, látinn. Síðari maður Hörpu er Atli Sigurðsson.
4. Jóhanna Njálsdóttir Andersen húsfreyja, kennari, f. 27. apríl 1953 að Hásteinsvegi 29. Maður hennar er Ragnar Óskarsson
5. Pétur Njálsson Andersen vélvirki, f. 1. janúar 1955 að Hásteinsvegi 29. Kona hans [[Andrea Berghildur Gunnarsdóttir]].
6. Theodór Friðrik Njálsson Andersen viðskiptafræðingur, bankastarfsmaður í Finnlandi, f. 3. mars 1960 að Hásteinsvegi 29. Kona hans er Siv Schalin.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.