Olgeir Jónas Jóhannsson

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Olgeir Jónas Jóhannsson frá Fáskrúðsfirði, múrari fæddist 26. júlí 1933 á Innri-Búðum þar og lést 30. apríl 1991.
Foreldrar hans voru Ástvaldur Jóhann Jónasson sjómaður, f. 28. september 1908 á Hlíðarenda í Breiðdal, S.Múl., d. 16. febrúar 1983, og Jósefína Guðný Þórðardóttir húsfreyja, f. 26. júlí 1910 á Kleifarstekk í Breiðdal, d. 21. febrúar 1999.

Olgeir var með foreldrum sínum í Innri-Búðum í æsku og enn 1953, lauk landsprófi á Eiðum 1949.
Hann kom til Eyja á vertíð 1950, var sjómaður og vélstjóri, lærði síðar múraraiðn hjá Hjörleifi Guðnasyni, lauk sveinsprófi 1960. Hann stofnaði ásamt Hjörleifi fyrirtækið Bygging h.f., varð síðar byggingafulltrúi bæjarins.
Þau Guðrún fluttu til Reykjavíkur 1972 og þar stundaði Olgeir iðn sína.
Þau Guðrún giftu sig 1955, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Hásteinsvegi 7, byggðu við Heiðarveg 60 og bjuggu þar, en síðar á Háleitisbraut 51 í Reykjavík.
Guðrún lést 1989 og Olgeir 1991.

I. Kona Olgeirs, (20. desember 1955), var Guðrún Jónína Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 17. apríl 1932 í Víðidal, d. 6. september 1989.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Jóhann Olgeirsson læknir, f. 14. janúar 1956. Kona hans Edda Björk Arnardóttir.
2. Sigríður Bína Olgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 26. janúar 1968. Maður hennar Ásgeir Pétursson.
3. Þórhildur Ýr Olgeirsdóttir kennari, f. 14. nóvember 1969. Maður hennar Hrafnkell Tuliníus.
4. Gyða Björg Olgeirsdóttir aðstoðarmaður framkvæmdastjóra, f. 20. júní 1970. Sambýlismaður hennar Arnaldur Halldórsson.
5. Olga Hrönn Olgeirsdóttir grunnskólakennari, f. 27. janúar 1973. Maður hennar Bjarkar Þór Ólason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.