Pálína Jónsdóttir (Strönd)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Pálína Jónsdóttir.

Pálína Jónsdóttir frá Norðurhjáleigu í Álftaveri, V-Skaft., húsfreyja fæddist þar 23. janúar 1923 og lést 7. ágúst 2010.
Foreldrar hennar voru Brynjólfur Jón Gíslason bóndi, hreppstjóri, alþingismaður, f. 11. janúar 1896 í Norðurhjáleigu, d. 2. apríl 1975, og kona hans Þórunn Pálsdóttir húsfreyja, f. 5. september 1896 í Jórvík í Álftaveri, V-Skaft., d. 27. október 1989.

Pálína var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann við saumastörf í Reykjavík 1948-1950, var matráðskona hjá Ársæli Sveinssyni 1957 og síðar hjá Ísfélagi Vestmannaeyja og á Sjúkrahúsinu.
Þau Ragnar giftu sig 1957, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Strönd, Miðstræti 9 til ársins 1969, en fluttust þá að Bakkastíg 4. Þau misstu það hús í Gosinu 1973, fluttust til Reykjavíkur og síðan í Kópavog, en fluttust aftur til Eyja 1974.
Þau keyptu húsið að Höfðavegi 46 og bjuggu þar síðan meðan báðum entist líf.
Pálína dvaldi að síðustu í Hraunbúðum.
Ragnar lést 1991 og Pálína 2010.

I. Maður Pálínu, (25. desember 1957), var Ragnar Kristinn Bjarnason vélstjóri, húsvörður, f. 9. apríl 1924 á Gerðisstekk í Norðfirði, d. 26. mars 1991.
Börn þeirra:
1. Þórunn Ragnarsdóttir húsfreyja, sjúkraþjálfari, f. 3. júlí 1957 á Landspítalanum.
2. Sigríður Ragnarsdóttir húsfreyja, leikskólakennari, f. 21. febrúar 1960.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.