Rósa Guðmundsdóttir (tónlistarkona)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Umslag plötu Rósu.

Rósa Guðmundsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 11. mars 1979. Hún er dóttir Guðmundar Hafliða Guðjónssonar organista í Landakirkju og skólastjóra Tónlistarskóla Vestmannaeyja og konu hans, Dagnýjar (Deng) Pétursdóttur. Systir Rósu er Védís.

Rósa stundaði klassískt tónlistarnám frá fjögurra ára til 18 ára aldurs, aðallega á píanó en einnig á fiðlu og flautu, auk þess sem hún byrjaði að fikta við gítarinn síðla árs 2001. Rósa byrjaði snemma að semja lög og texta og undanfarin ár hefur hún búið í New York þar sem hún hefur troðið upp með tónlist sína.