Ragnhildur Ingimundardóttir (Búastöðum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Ragnhildur Ingimundardóttir húsfreyja á Búastöðum vestri fæddist 17. nóvember 1799 á Kirkjulæk í Fljótshlíð og lést 11. mars 1888.
Foreldrar hennar voru Ingimundur Jónsson kvæntur vinnumaður á Hlíðarenda, f. 1742 og Þórunn Jónsdóttir, f. 1763, ógift dóttir húsfreyjunnar Guðrúnar Jónsdóttur á Kirkjulæk 1801.

Hálfsystir Þórunnar móður Ragnhildar á Búastöðum, af sömu móður, var Guðný Auðunsdóttir húsfreyja í Stóra-Gerði 1816, f. 1770 á Arngeirsstöðum í Fljótshlíð, kona Ólafs Stefánssonar bónda í Stóra-Gerði 1816, f. 1786, d. 1838.

Ragnhildur var niðursetningur á Kirkjulæk 1801, fermdist 1814, 16 ára, vinnukona þar 1816.
Hún var vinnukona í Kornhól og Þorlaugargerði, var orðin húsfreyja á Búastöðum 1826, ekkja þar og húskona 1840. Hún var vinnukona á Vesturhúsum 1845, vinnukona í Götu 1850, húskona í Götu 1860, vinnukona í Kastala 1861, niðursetningur í Þorlaugargerði 1870 og í Stakkagerði vestra 1880.

Maður Ragnhildar var Eyjólfur Þorbjörnsson bóndi og hreppstjóri, f. 1797 í Ystaskála u. Eyjafjöllum og lést 10. janúar 1840.
Börn þeirra hér:
1. Guðrún Eyjólfsdóttir, f. ágúst 1826, d. 17. ágúst 1826 úr „Barnaveiki“.
2. Þorbjörg Eyjólfsdóttir, f. 31. október 1829, d. 6. maí 1915.
3. Guðrún Eyjólfsdóttir, f. 4. desember 1830, d. 11. desember 1830 úr „Barnaveiki“.
4. Guðríður Eyjólfsdóttir, f. 21. febrúar 1833, d. 2. mars úr „Barnaveiki“.
5. Andvana stúlka, f. 13. apríl 1834.
6. Þorbjörn Eyjólfsson, f. 21. maí 1835, d. 27. maí 1835 úr „Barnaveiki“.
7. Ólafur Eyjólfsson, f. 4. desember 1836, d. 15. desember 1836 úr ginklofa.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.