Runólfur Gíslason (Hvanneyri)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Runólfur Gíslason.

Runólfur Gíslason frá Hvanneyri, verkamaður, verslunarmaður, forstöðumaður, safnvörður fæddist þar 31. maí 1950 og lést 9. júlí 2006.
Foreldrar hans voru Gísli Guðlaugur Sveinsson sjómaður, útgerðarmaður, f. 20. janúar 1909, d. 6. mars 1951, og sambýliskona hans Sigurborg Sigríður Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 4. júlí 1916, d. 15. september 1981.

Börn Sigurborgar og Gísla:
1. Ingibjörg Kristín Gísladóttir, f. 11. apríl 1935.
2. Sveinn Gíslason vélstjóri, f. 19. febrúar 1937 á Vestmannabraut 60, d. 23. apríl 2011.
3. Magnús Gíslason, f. 30. september 1938 á Hvanneyri, d. 9. mars 1996.
4. Andvana stúlka, tvíburi við Magnús, f. 30. september 1938.
5. Guðbjörg Gísladóttir, f. 15. mars 1946 á Hvanneyri.
6. Runólfur Gíslason, f. 31. maí 1950 á Hvanneyri, d. 9. júlí 2006.
7. Gísl Gíslason, f. 31. maí 1950 á Hvanneyri.

Runólfur var níu mánaða gamall, er faðir hans lést.
Hann var með móður sinni og bjó í Eyjum nema í eitt ár, er fjölskyldan dvaldi í Bandaríkjunum.
Hann vann hjá Fiskimjölsverksmiðju Einars Sigurðssonar í nokkur ár og varð síðar meðeigandi að Verslun Páls Þorbjörnssonar og starfaði þar áfram eftir að Kaupfélag Vestmannaeyja tók við rekstrinum. Runólfur hóf störf hjá Kertaverksmiðjunni Heimaey, vernduðum vinnustað fyrir fatlaða, árið 1991. Hann tók við stöðu forstöðumanns 1993 og gegndi því starfi til 1999.
Runólfur vann eftir það hjá Byggðasafni Vestmannaeyja, var safnvörður í Landlyst, en varð að hætta 2005 vegna heilsubrests.
Hann starfaði lengi með Leikfélagi Vestmannaeyja.
Þau Margo Jeanne giftu sig 1973, eignuðust tvö börn.
Runólfur lést 2006.

I. Kona Runólfs, (4. maí 1973), er Margo Jeanne Renner, (nefnir sig nú Margo Elísabet Renner) frá Wauwatosa í Wisconsin í Bandaríkjunum, f. 29. desember.
Börn þeirra:
1. Sóley Margrét Runólfsdóttir, býr í Ontario í Kaliforníu, f. 6. ágúst 1973.
2. Andri Hugo Runólfsson, býr í Eyjum, f. 22. ágúst 1978.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.