Sæmundur Steindórsson (Staðarfelli)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Sæmundur og Soffía Sigríður.

Sæmundur Steindórsson bóndi, steinsmiður fæddist 22. október 1847 í Stóru-Sandvík í Flóa og lést 2. febrúar 1919.
Foreldrar hans voru Steindór Hannesson bóndi, f. 1818 á Flóagafli í Flóa, d. 12. janúar 1875, og kona hans Arnþrúður Sæmundsdóttir húsfreyja, f. 11. febrúar 1825 á Auðsholti í Ölfusi, d. 6. júlí 1897 á Egilsstöðum þar.

Sæmundur var vinnumaður í Auðsholtshjáleigu í Ölfusi 1880 og þar var Soffía vinnukona. Hann var húsmaður og bóndi á Miðhúsum í Flóa 1890 með Soffíu og börnunum Steindóri og Einari. Þau Soffía byggðu Götuhús á Stokkseyri 1897 og bjuggu þar. Sæmundur vann meðal annars við byggingu brúnna yfir Þjórsá og Ölfusá.
Þau fluttust að Staðarfelli 1912, bjuggu á Rafnseyri 1913 og 1914, voru í Jóhannshúsi við Vesturveg 1915 og 1916, á Staðarfelli 1917 og 1918.
Sæmundur lést 1919 og Soffía 1937.

I. Kona Sæmundar, (16. október 1874), var Soffía Sigríður Einarsdóttir húsfreyja, f. 24. júní 1848 í Bollagörðum á Seltjarnarnesi, d. 4. apríl 1937 á Selfossi.
Börn þeirra:
1. Sigríður Sæmundsdóttir húsfreyja á Selfossi, f. 10. júlí 1878 í Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi, d. 15. maí 1965 á Selfossi. Maður hennar var Símon Jónsson bóndi, trésmiður, f. 7. maí 1864, d. 24. september 1937.
2. Steindór Sæmundsson bifreiðastjóri, f. 26. janúar 1881 í Auðsholtshjáleigu í Ölfusi, d. 9. ágúst 1948.
3. Einar Sæmundsson byggingameistari, f. 9. desember 1884 í Kálfhaga í Stokkseyrarhreppi, d. 14. desember 1974.

II. Barnsmóðir Sæmundar var Halla Bjarnadóttir ljósmóðir, f. 12. ágúst 1837 á Valdastöðum í Flóa, d. 8. febrúar 1906 á Leiðólfsstöðum í Stokkseyrarhreppi. Foreldrar hennar voru Bjarni Jónsson bóndi á Valdastöðum, f. 1803 á Ásgautsstöðum í Flóa, d. 28. mars 1856, og kona hans Helga Magnúsdóttir húsfreyja, f. 1794 í Kolferju í Flóa, d. 1. júní 1878 í Stóru-Sandvík.
Barn þeirra var
4. Sæmundur Bjarni Sæmundsson bóndi á Leiðólfsstöðum, f. 9. febrúar 1870, d. 28. janúar 1918. Kona hans var Hildur Bjarnadóttir húsfreyja, f. 12. nóvember 1865, d. 2. október 1942.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Múraratal og steinsmiða. 2. útgáfa, aukin. Þorsteinn Jónsson, Brynjólfur Ámundason. Þjóðsaga 1993.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.