Símon Sigvaldason (Steinsstöðum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Símon Sigvaldsson tómthúsmaður á Löndum og í Kokkhúsi og bóndi á Steinsstöðum fæddist 1763, líklega í Skaftártungu í V-Skaft.
Foreldrar hans voru líklega Sigvaldi Árnason bóndi í Hvammi og á Borgarfelli í Skaftártungu, f. 1720, og ónefnd kona hans, f. 1722.

Bróðir Símonar var Bjarni Sigvaldason, sem var svaramaður Símonar við giftingu 1787, þá skráður á Vesturhúsum.

Kona Símonar, (11. febrúar 1787), var Guðrún Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 1760.
Börn þeirra hér:
1. Árni Símonarson, f. 10. júlí 1788, d. 17. júlí 1788 úr ginklofa.
2. Helga Símonardóttir, f. 30. mars 1791, d. 9. apríl 1791 úr ginklofa.
3. Ingveldur Símonardóttir, f. 11. júní 1792 á Steinsstöðum, d. 20. júní 1792 úr ginklofa.
4. Sigvaldi Símonarson, f. 11. janúar 1794, d. 19. janúar 1794 úr ginklofa.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.