Sigríður Ólafsdóttir (Löndum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Sigríður Ólafsdóttir á Löndum.

Sigríður Ólafsdóttir frá Akranesi, síðar húsfreyja á Löndum fæddist 19. desember 1881 á Traðarbakka á Akranesi og lést 23. desember 1952.
Foreldrar hennar voru Ólafur Ólafsson síðar bóndi í Miðbýli í Akraneshreppi, f. 22. nóvember 1853 í Hlíðartúni í Sökkólfsdal í Dalasýslu, d. 22. nóvember 1922 í Eyjum, og kona hans Jóhanna Guðbjörg Jóhannesdóttir húsfreyja frá Suðurríki hjá Borg á Mýrum, f. 20. júní 1856, d. 23. nóvember 1902.

Sigríður var með foreldrum sínum í Miðbýli 1890, vinnukona á Laugavegi 21 1901.
Hún bjó með Þórði Jóhanni og eignaðist með honum 3 börn, eignaðist síðasta barnið eftir dauða Þórðar og missti það á 3. viku frá fæðingu þess.
Hún fluttist til Eyja með börnin 2 og ekkjumanninn föður sinn 1908. Þeim fylgdi einnig Jóhanna Viktoría Þorsteinsdóttir 12 ára, dóttir Margrétar Guðmundsdóttur frá Sýruparti á Akranesi, sem varð úti á Fjarðarheiði upp af Seyðisfirði 1897.
Hún var bústýra hjá Guðmundi á nýreistu Lágafelli 1908, er þau giftu sig.
Þau voru komin að Löndum 1909 með börn Sigríðar, Ólaf föður hennar og Jóhönnu Viktoríu. Þar voru þau enn 1922. Þau fluttust til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan.

Sigríður átti tvo menn.
I. Sambýlismaður hennar var Þórður Jóhann Jónsson, f. 18. september 1876, d. 22. september 1905.
Börn þeirra:
1. Emilía Guðbjörg Þórðardóttir, f. 15. júní 1903, d. 25. desember 1968. Maður hennar var Þórarinn Söebeck.
2. Jóna Guðrún Þórðardóttir húsfreyja, f. 3. september 1904. Maður hennar var Sigurjón Jóhannsson.
3. Þórður Jóhann Guðmundsson, f. 5. október 1905, d. 21. október 1905.

II. Síðari maður Sigríðar, (27. desember 1908), var Guðmundur Magnússon sjómaður á Löndum, f. 15. september 1880 í Dölum, d. 19. mars 1952 í Reykjavík.
Börn þeirra:
4. Þórður Melankton Guðmundsson vélstjóri, síðast í Þorlákshöfn, f. 15. ágúst 1910, d. 17. október 2002. Kona hans var Mary Alice Guðmundsdóttir húsfreyja.
5. Hanna Ragnheiður Guðmundsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 2. ágúst 1911, d. 13. janúar 1977. Maður hennar var Óskar Sigurðsson.
6. Meyvant Lúter Guðmundsson iðnverkamaður, f. 22. október 1912, d. 27. mars 1964, ókvæntur.
7. Sigríður Jóhann Ólöf Guðmundsdóttir verslunarmaður, f. 4. febrúar 1914, d. 22. nóvember 1995, ógift.
8. Elísa Ólöf Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 24. febrúar 1921, d. 19. júní 1983.
Fósturbarn þeirra var
9. Jóhanna Viktoría Þorsteinsdóttir húsfreyja á Brimnesi 1920, f. 19. febrúar 1896 í Norðtungu í Borgarfirði, d. 30. desember 1969. Maður hennar var Guðmundur Auðunsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.