Sigríður Einarsdóttir (Gjábakka)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Sigríðar Einarsdóttir húsfreyja, síðar bústýra á Gjábakka, fæddist 1743 og lést 7. október 1785.
Foreldrar hennar voru sr. Einar Jónsson aðstoðarprestur á Heiði í Mýrdal, f. (1710), d. 1746, og kona hans Þuríður Magnúsdóttir húsfreyja, síðar prestkona á Ofanleiti, kona sr. Benedikts Jónssonar. Hún var fædd 1723, d. 10. febrúar 1804.

Hálfsystkini Sigríðar í Eyjum voru
1. Hólmfríður Benediktsdóttir móðir
a) sr. Páls Jónssonar prests á Kirkjubæ,
b) Þuríðar Jónsdóttur húsfreyju á Keldum og
c) Önnu Maríu Jónsdóttur húsfreyju í Fljótsdal í Fljótshlíð.
2. Theódór Benediktsson bóndi og beykir á Gjábakka.
Uppeldisbræður Sigríðar voru
3. Sr. Vigfús Benediktsson prestur á Kálfafellsstað í Suðursveit. Hann var fyrrikonubarn sr. Benedikts.
4. Þormóður Benediktsson, fyrrikonubarn sr. Benedikts. Hann fór utan.

Líklegt er, að Sigríður hafi fylgt móður sinni að Ofanleiti og alist þar upp hjá henni og sr. Benedikt stjúpföður sínum.

I. Maður Sigríðar var Pétur Einarsson í Vestmannaeyjum, d. fyrir 1785.
Barn þeirra hér nefnt var
1. Einar Pétursson „umboðspiltur og systursonur“ Theódórs Benediktssonar bónda á Gjábakka. Hann var fæddur 1773, d. 4. febrúar 1785 úr skyrbjúg.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.