Sigríður Eyjólfsdóttir Ottesen

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Sigríður Eyjólfsdóttir húsfreyja í Stakkahlíð fæddist 24. janúar 1861 og lést 28. apríl 1942.
Faðir hennar var Eyjólfur bóndi og hreppstjóri í Þorlákshöfn, f. 19. nóvember 1811, d. 22. september 1866, Björnsson bónda og hreppstjóra á Þúfu í Ölfusi, f. 1767, d. 15. maí 1829, Oddssonar bónda þar, f. 1737, d. 1775, Þorsteinssonar, og konu Odds, Önnu húsfreyju, f. 1727, Gunnlaugsdóttur.
Móðir Eyjólfs í Þorlákshöfn og kona Björns á Þúfu, (1. september 1793), var Guðrún húsfreyja, f. 1774, d. 15. júlí 1860, Eyjólfsdóttir bónda og hreppstjóra á Kröggólfsstöðum í Ölfusi, f. 1743, d. 4. mars 1818, Jónssonar, og konu Eyjólfs á Kröggólfsstöðum, Guðrúnar húsfreyju, f. 1749, Gísladóttur.

Kona Eyjólfs bónda og hreppstjóra í Þorlákshöfn og móðir Sigríðar í Stakkahlíð var Sigríður húsfreyja í Þorlákshöfn, f. 1816, d. 27. júní 1903, Jónsdóttir bónda í Norðurkoti á Stokkseyri, f. 1795, d. 31. ágúst 1851, Geirmundssonar bónda í Götu á Stokkseyri, f. 1744, 4. júlí 1816, Jónssonar, og konu Geirmundar, Svanhildar húsfreyju, f. 1764, Arnoddsdóttur.
Móðir Sigríðar Jónsdóttur í Þorlákshöfn og kona Jóns Geirmundssonar var Halla húsfreyja, f. 1795, d. 1877, Jónsdóttir bónda í Mið-Meðalholti í Gaulverjabæjarsókn 1801, f. 1765, Erlendssonar, og konu Jóns Erlendssonar, Þóru húsfreyju, f. 1764, Jónsdóttur.

Sigríður Eyjólfsdóttir var með ekkjunni móður sinni og systkinum í Herdísarvík 1870.
Við manntal 1890 var hún húsfreyja í Ingvarshúsi í Útskálasókn með Valdimari og börnunum Ólafi Ásbirni og Oddi Stefáni. Þar var einnig Þóra systir hennar búandi og móðir þeirra Sigríður Jónsdóttir ekkja var þar.
Þau hjón bjuggu í Reykjavík 1891-1908. Við manntal 1910 var fjölskyldan í Stakkahlíð í Eyjum og nú höfðu bæst við Eyjólfur Bjarni, Sigríður Guðbjörg, og Elsa Ásta, en Oddur Stefán er horfinn, - lést 1904.
Eftir að þau eignuðust Þingvelli bjuggu þau þar á þakæðinni.

Maður Sigríðar Eyjólfsdóttur var Þorkell Valdimar Stefánsson Ottesen kaupmaður, f. 11. apríl 1868, d. 13. nóvember 1918.
Börn Sigríðar og Valdimars voru:
Oddur Stefán Ottesen, f. 1889, d. 1904.
Ólafur Ásbjörn Ottesen, f. 9. apríl 1890, d. 9. apríl 1921.
Eyjólfur Bjarni Ottesen, f. 22. október 1891, d. 17. febrúar 1957.
Sigríður Guðbjörg Valdimarsdóttir Ottesen, f. 17. mars 1893, d. 2. júlí 1974.
Elsa Ásta Ottesen, f. 23. september 1898.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.