Sigríður Franzdóttir

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Sigríður Franzdóttir húsfreyja á Ofanleiti fæddist (1705). Foreldrar hennar voru sr. Franz Íbsson prestur í Hruna í Hrunamannahreppi, f. um 1656, d. 8. júlí 1839, og kona hans Solveig Árnadóttir húsfreyja, f. um 1667, d. 1739.

Maður Sigríðar var sr. Illugi Jónsson prestur að Ofanleiti 1733-1745, f. 1694, d. í júlíbyrjun 1753.

Börn þeirra hér:
1. Hílaríus Illugason prestur að Mosfelli í Grímsnesi, f. 21. október 1735, d. 16. febrúar 1802.
2. Helgi Illugason bryti í Skálholti.
3. Jafet Illugason gullsmiður í Reykjavík.
4. Franz Illugason vefari að Læk í Leirársveit í Borgarfirði.
5. Grímur Illugason.
6. Vigfús Illugason á Kjalarnesi, drukknaði 1771.
7. Ingibjörg Illugadóttir húsfreyja á Mýrum í Flóa, síðari kona Gísla Jónssonar bónda.
8. Anna Illugadóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.