Sigríður Guðmundsdóttir (Kokkhúsi)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja í Götu í Holtum, en síðan í Kokkhúsi í Eyjum, f. 2. maí 1793 í Austurhól í Nesjum, A-Skaft., d. 30. október 1833. Hún var Sigríður eldri til aðgreiningar frá Sigríði systur hennar.
Faðir hennar var Guðmundur Guðmundsson bóndi í Miðhól í Nesjum þar 1801, f. um 1756, á lífi 1804. Kona hans og móðir Sigríðar var Margrét Hannesdóttir húsfreyja í Miðhól 1801, f. um 1766, d. 13. apríl 1804. Foreldrar hennar voru Hannes Jónsson bóndi í Meðalfelli 1801, f. um 1738, d. 24. janúar 1814 og fyrri kona hans Sigríður Þórðardóttir húsfreyja, f. um 1735, d. 28. desember 1784.

Gísli og Sigríður giftust 1820. Þau fluttust frá Vallarhjáleigu í Hvolhreppi að Götu í Holtum 1821, bjuggu þar 1821-1823.
Sigríður fluttist frá Velli í Hvolhreppi til Eyja 1824 með Andrés og Margréti og þá að Miðhúsum. Gísli kom þá frá Kotvelli að Miðhúsum.
Þau voru í Kokkhúsi 1825 og enn 1833, er Sigríður lést.
Þau eignuðust 5 börn í Eyjum. Fjögur þeirra dóu nýfædd, en Hannes lifði.

Maður Sigríðar, (11. júní 1820), var Gísli Andrésson sjómaður, fæddur 16. maí 1791 á Bakkavelli í Hvolhreppi, og lést 23. desember 1855. Sigríður var fyrsta kona hans.
Börn þeirra voru
1. Andrés vinnumaður á Ofanleiti, f. 16. október 1820 í Reynissókn í Mýrdal , d. 6. september 1842, ókvæntur.
2. Margrét Gísladóttir¹) húsfreyja í Spanish Fork í Utah, f. 20. nóvember 1822 í Marteinstungusókn í Holtum, d. í Spanish Fork 14. júní 1914, kona Samúels Bjarnasonar.
3. Vilborg Gísladóttir, f. 6. september 1825 í Eyjum. Hún mun hafa dáið ung.
4. Hannes þurrabúðarmaður í Grímshjalli, f. í september 1828, d. 4. ágúst 1900, kvæntur Guðríði Guðmundsdóttur. Þau sildu.
5. Guðmundur Gíslason, f. 22. júlí 1830, d. 30. s. mán. úr „Barnaveiki“.
6. Snjófríður Gísladóttir, f. 29. ágúst 1831, d. 5. september.< br> 7. Sigríður Gísladóttir, f. 11. mars 1833, d. 22. mars s. ár úr ginklofa.
¹) Samkv. Holtamannabók var Margrét Gísladóttir dóttir fyrstu konu Gísla, Sigríðar Guðmundsdóttur, en ekki dóttir Þórelfar Kortsdóttur eins og sumsstaðar stendur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.