Sigríður Jónsdóttir (Dölum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Sigríður Jónsdóttir.

Sigríður Jónsdóttir frá Grímsstöðum í Meðallandi, húsfreyja víða í V-Skaft., síðast á Snæbýli í Skaftártungu fæddist 24. júní 1836 á Eystra-Hrauni í Landbroti og lést 4. ágúst 1929 í Dölum.
Foreldrar hennar voru Jón Arason frá Krossi í Svalbarðssókn í Eyjafirði, bóndi, f. 1764, d. 5. október 1846 í Ytri-Tungu í Landbroti í V-Skaft., og síðari kona hans Ingveldur Gísladóttir frá Hörgsdal á Síðu, húsfreyja, f. þar 3. júlí 1791.

Sigríður var með foreldrum sínum í Eystri-Hraunum í Landbroti til 1839, í Ytra-Hrauni þar 1839-44, með móður sinni í Holti 1844-45, í Eystri-Ásum í Skaftártungu 1845-52, vinnukona á Neshól þar 1852-53, á Fossi á Síðu 1853-56, í Norðurgarði í Mýrdal 1856-57/8, í Þykkvabæ í Álftaveri 1857/8-60, bústýra á Teigingarlæk á Brunasandi 1860-61.
Þau Sverrir giftu sig 1861, eignuðust ellefu börn, en misstu fimm þeirra í bernsku.
Þau bjuggu á Teigingalæk til 1864, í Eystri-Dalbæ í Fljótshverfi 1864-65, í Nýjabæ í Meðallandi 1865-74, í Klauf þar 1874-82, í Efri-Ey (á Hóli) þar 1882-83, í Klauf 1883-84, í Efri-Ey 1884-87, á Grímsstöðum 1887-99, í Skálmarbæjarhraunum í Álftaveri 1899-1904, á Snæbýli 1904-06.
Sverrir lést 1908. Sigríður var hjá syni sínum í Holti á Álftaveri 1906-09, húskona í Reykjavík 1909-16, hjá syni sínum í Vík 1916-19, í Háagarði 1919 og 1920 og í Dölum við andlát 1929.

Maður Sigríðar, (28. júlí 1861), var Sverrir Magnússon frá Skurðbæ í Meðallandi, bóndi, f. þar 7. febrúar 1823, d. 17. september 1908 í Skálmarbæ. Foreldrar hans voru Magnús Jónsson bóndi víða í V-Skaft., en en síðast húsmaður á Geirlandi á Síðu, f. 1770, d. 23. júlí 1845 í Sandaseli í Meðallandi, og kona hans Rannveig Sigurðardóttir frá Skaftárdal á Síðu, húsfreyja, f. þar 1780, d. 31. ágúst 1865 á Sléttabóli á Brunasandi.
Börn þeirra:
1. Gróa Rannveig Sverrisdóttir, f. 1860, d. 1871.
2. Magnús Sverrisson, f. 1861, d. 1969.
3. Jón Sverrisson, f. 1863, d. 1869.
4. Ari Sigurður Sverrisson, f. 1865, d. 1937.
5. Þorlákur Sverrisson, f. 1869, d. 1869.
6. Jón Sverrisson, f. 22. janúar 1871, d. 5. mars 1968.
7. Rannveig Sverrisdóttir, f. 1872, d. 1961.
8. Þorlákur Sverrisson, f. 3. apríl 1875, d. 9. ágúst 1943.
9. Bjarni Sverrisson, f. 1879, d. 1974.
10. Gróa Rannveig Sverrisdóttir, f. 1880, d. 1905.
11. Þorkell Sverrisson, f. 1883, d. 1883.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.