Sigríður M. Einarsdóttir (Stóra-Hvammi)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Sigríður M. Einarsdóttir.

Sigríður Margrét Einarsdóttir húsfreyja fæddist 20. janúar 1923 í Stóra-Hvammi og lést 9. febrúar 2003.
Foreldrar hennar voru Einar Magnússon járnsmíðameistari í Stóra-Hvammi, f. 31. júlí 1892 í Hvammi u. Eyjafjöllum, d. 25. ágúst 1932, og kona hans María Vilborg Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 26. júní 1897 í Knobsborg á Seltjarnarnesi, d. 18. febrúar 1974.

Börn Einars og Maríu voru:
1. Sigríður Margrét Einarsdóttir húsfreyja, f. 20. janúar 1923, d. 9. febrúar 2003.
2. Björg Einarsdóttir húsfreyja í Bandaríkjunum, síðan í Reykjavík, f. 16. apríl 1924, d. 30. júlí 1991.
3. Magnús Einarsson vélvirki, verkstjóri í Bandaríkjunum, f. 30. nóvember 1925, d. 13. janúar 1998.
4. Þuríður Einarsdóttir Ólafson húsfreyja, f. 9. október 1927, d. 12. júní 1962.
5. Villa María Einarsdóttir húsfreyja, snyrtifræðingur, f. 12. desember 1928.
6. Einar Einarsson vélvirki, vélstjóri, f. 2. september 1930, d. 29. júlí 2010.
ctr
María Vilborg Vilhjálmsdóttir með börn sín.

Aftari röð: Magnús, Þuríður, Einar, Villa María.

Fremri röð: Sigríður, María, Björg.

Faðir Sigríðar lést, er hún var á 10. árinu.
Hún fylgdi móður sinni og systkinum til Reykjavíkur 1938 og ólst þar upp.
Sigríður giftist Þorgeiri Hafsteini 1947 og eignaðist með honum sex börn. Þau bjuggu síðast og lengst í Akurgerði 24 í Smáíbúðahverfinu.
Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík 2003 og Þorgeir Hafsteinn lést 2008.

I. Maður Sigríðar Margrétar, (28. júní 1947), var Þorgeir Hafsteinn Jónsson vélvirkjameistari, verkstjóri í Héðni í Reyjavík, f. 27. mars 1923, d. 10. nóvember 2008. Foreldrar hans voru Jón Sigurðsson sjómaður og síðar verkstjóri í Hampiðjunni í Reykjavík, f. 10. júní 1895 á Skeggjastöðum í Mosfellshreppi, d. 15. október 1983 í Reykjavík, og kona hans Borghildur Sigurðardóttir húsfreyja, f. 21. október 1894 á Dunkárbakka í Hörðudalshreppi, d. 15. janúar 1940 í Reykjavík.
Börn Sigríðar Margrétar og Þorgeirs Hafsteins:
1. Borghildur Þorgeirsdóttir húsfreyja, hárgreiðslumeistari, f. 9. apríl 1947. Hún var síðari kona Arnars Andersen bifreiðaeftirlitsmanns.
2. Einar Þorgeirsson rafvirkjameistari, f. 13. desember 1948, d. 3. apríl 1990. Kona hans var Helga Bjarnadóttir húsfreyja.
3. Jón Hafsteinn Þorgeirsson dúlagningamaður í Danmörku, f. 5. júní 1953. Kona hans er Jana Hansen Þorgeirsson húsfreyja.
4. Vilhjálmur Þorgeirsson dúklagninga- og veggfóðrarameistari, f. 16. september 1955, kvæntur Sigrúnu Sigurbjörnsdóttur húsfreyju.
5. Þorgeir Þorgeirsson tæknifræðingur, f. 26. febrúar 1960, kvæntur Valdísi Sveinsdóttur leikskólakennara.
6. Ólafur Þorgeirsson tollfulltrúi, f. 28. mars 1964, var kvæntur R. Lindu Eyjólfsdóttur grafískum hönnuði. Hann er í sambúð með Gíslínu Hákonardóttur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.