Sigríður Sigurðardóttir (Nýhöfn)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Sigríður Sigurðardóttir í Nýhöfn, húsfreyja og saumakona fæddist 18. september 1913 í Ey í V-Landeyjum og lést 27. janúar 1969.
Foreldrar hennar voru Sigurður Snjólfsson bóndi, f. 18. nóvember 1878 í Rifshalakoti á Rangárvöllum, d. 9. apríl 1925, og kona hans Þórhildur Einarsdóttir húsfreyja, f. 19. mars 1877 í Stóru-Mörk u. V-Eyjafjöllum, d. 31. desember 1954.

Sigríður var með foreldrum sínum í Ey í æsku.
Hún var vinnukona í Bræðraborg 1930, Steinum 1932.
Hún giftist Ólafi 1934. Þau bjuggu í Haga 1935, á Vestmannabraut 28 1940, voru komin að Nýhöfn 1942 og bjuggu þar síðan.
Þau eignuðust 3 börn.
Sigríður lést 1969 og Ólafur 1998.

I. Barnsfaðir Sigríðar var Matthías Einarsson verkamaður, f. 4. nóvember 1912, d. 15. mars 1935.
Barn þeirra:
1. Sigurður Matthíasson, f. 2. febrúar 1932 í Steinum, d. 18. júlí 1934.

II. Maður Sigríðar, (24. nóvember 1934), var Ólafur Jónsson skipasmiður í Nýhöfn, f. 15. maí 1908 í Lambhúshólskoti u. Eyjafjöllum, d. 12. júlí 1998.
Börn þeirra:
2. Sigríður Ólafsdóttir skrifstofumaður, f. 29. nóvember 1935 í Haga, d. 27. júlí 1968.
3. Margrét Ólafsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 29. júlí 1939 á Vestmannabraut 28.
4. Óli Þór Ólafsson skipasmíðameistari, húsasmiður, síðar á Selfossi, f. 30. mars 1942 í Nýhöfn, d. 2. júní 1997.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.