Sigurður Þórðarson (sjómaður)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Sigurður Þórðarson sjómaður fæddist í Garðakoti í Mýrdal 8. apríl 1878 og lést 13. september 1954 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Þórður Sigurðsson bóndi á Hellum í Mýrdal, f. 20. janúar 1842 í Kerlingardal, d. um 1899, og kona hans Guðrún Finnsdóttir húsfreyja, f. 25. október 1845 í Keldudal í Mýrdal, d. 1. apríl 1923 í Stórhöfða.

Sigurður Þórðarson var bróðir Guðfinnu húsfreyju í Stórhöfða, konu Jónatans Jónssonar vitavarðar.

Sigurður var með foreldrum sínum í Mýrdal til ársins 1900, er hann fór til Eyja. Hann stundaði þar sjómennsku um skeið, fór til Reykjavíkur 1903 og stundaði sjómennsku. Hann gerðist svo trésmiður. Fluttist síðar aftur til Eyja og var þar lausamaður, stundaði smíðar að Mosfelli.

Kona Sigurðar Þórðarsonar sjómanns var Elín húsfreyja, f. 13. október 1886, d. 11. mars 1920, Jónsdóttir.
Faðir hennar var Jón húsmaður í Bakkabúð á Akranesi og víðar, f. 9. mars 1856, drukknaði af skipi í Reykjavíkurhöfn 11. apríl 1901, Sigurðsson bónda í Garðaseli á Akranesi, Jónssonar, og konu Sigurðar, Margrétar húsfreyju, f. 22. apríl 1831, d. 1. mars 1908, Ólafsdóttur.
Móðir Elínar og kona Jóns var Valgerður húsfreyja, f. 8. október 1864, d. 6. ágúst 1930, Þorsteinsdóttir bónda í Litlu-Skógum í Stafholtstungum í Mýras., f. 26. mars 1834, d. 7. október 1918, Gíslasonar, og konu Þorsteins, Steinunnar húsfreyju, f. 30. mars 1834, d. 15. október 1864, Þorleifsdóttur.
Elín var systir Sólborgar Jónsdóttur, f. 19. júlí 1890, d. 14. september 1980, konu Kjartans Eyjólfssonar.

Barn Sigurðar og Elínar hér:
Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja á Svalbarða f. 11. júlí 1910, síðast í Reykjavík, lést 21. nóvember 1972, kona Árna Stefánssonar frá Ási, f. 11. október 1919, d. 8. mars 1994.<br


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Árni Árnason.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.
  • Garður.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.