Sigurður Guðmundsson (Selalæk)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Sigurður Guðmundsson frá Stokkseyri, sjómaður, verkstjóri, húsasmiður fæddist 23. júní 1920 á Stokkseyri og lést 25. maí 1981.
Foreldrar hans voru Guðmundur Gísli Sigurjónsson skipa- og húsasmiður, f. 5. október 1889, d. 12. nóvember 1948, og kona hans Guðríður Adolfína Jónsdóttir húsfreyja, f. 5. desember 1898, d. 16. júní 1992.

Systir Sigurðar var
1. Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja á Selfossi, f. 6. júní 1926, kona Eiríks Björnssonar vélvirkja, rennismiðs frá Heiðarhóli, f. 20. júní 1919 á Geithálsi, d. 26. maí 2001.

Sigurður var með foreldrum sínum í æsku.
Hann fluttist til Eyja um 1940, giftist Hönnu 1941. Þau eignuðust tvær dætur. Þau bjuggu á Selalæk við fæðingu Lilju 1942 og á Fagrafelli við Hvítingaveg við fæðingu Guðrúnar 1951.
Sigurður var sjómaður á Erlingi hjá Sighvati Bjarnasyni, síðan verkstjóri í Vinnslustöðinni.
Þau hjón fluttust til Reykjavíkur 1956 og þar lærði Sigurður húsasmíði.
Þau fluttust á Selfoss 1980. Þar stofnaði Sigurður til rammagerðar, en lést 1981.
Hanna fluttist til Reykjavíkur og lést 2006.

I. Kona Sigurðar, (29. ágúst 1941), var Kristín Hanna Jóhannsdóttir frá Selalæk, húsfreyja, verkakona, f. 24. ágúst 1922 á Stokkseyri, d. 20. september 2006.
Börn þeirra:
1. Lilja Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir, trúboði, útgefandi, f. 26. júní 1942 á Selalæk, d. 24. október 2016.
2. Guðrún Sigurðardóttir, húsfreyja, hússtjórnarkennari, gistiheimilisrekandi, f. 16. janúar 1951 á Fagrafelli við Hvítingaveg.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.