Sigurður Sigurðsson (sýslumaður)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Sigurður Sigurðsson


Sigurður Sigurðsson var sýslumaður í Vestmannaeyjum fyrst árið 1758 til ársins 1766 og aftur 1768 til 1786. Foreldrar hans voru séra Sigurður Sigurðsson í Flatey og Guðrún Tómasdóttir frá Flatey.

Sigurður fór í Skálholtsskóla árið 1744 og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1749. Hann tók lögfræðipróf frá háskólanum í Kaupmannahöfn árið 1758. Kona hans var Ásta Sigurðardóttir og áttu þau þrjú börn.


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.