Sigurður Sigurðsson yngri (Þorlaugargerði)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Sigurður Sigurðsson yngri, bóndi í Þorlaugargerði, fæddist 17. maí 1813, hrapaði til bana úr Stórhöfða 9. september 1844.
Foreldrar hans voru Sigurður Magnússon frá Hallgeirsey í A-Landeyjum, bóndi á Skíðbakka þar, f. 1759, d. 8. febrúar 1846, og síðari kona hans Þorbjörg Árnadóttir húsfreyja frá Skammadal í Mýrdal, f. 1772, d. 31. október 1852.

Systkini Sigurðar í Eyjum voru:
1. Sigríður Sigurðardóttir vinnukona í Kornhól, síðar húsfreyja í Úlfsstaðahjáleigu í A-Landeyjum, f. 30. júlí 1803, d. 17. september 1879.
Hálfbræður hans voru:
2. Magnúsar Sigurðssonar bóndi í Háagarði, f. 10. desember 1796, d. 20. ágúst 1863.
3. Guðmundur Sigurðsson bóndi á Oddsstöðum, skírður 7. janúar 1798, d 18. nóvember 1842 .

Sigurður yngri var með foreldrum sínum á Skíðbakka 1816.
Hann var kominn til Eyja 1840.

I. Barnsmóðir Sigurðar var Kristín Jónsdóttir á Oddsstöðum, síðar húsfreyja á Vesturhúsum.
Barn þeirra var
1. Auðbjörg Sigurðardóttir, f. 30. maí 1840, d. 5. júní 1840 úr ginklofa.

II. Kona Sigurðar yngri, (20. september 1840), var Sigþrúður Jónsdóttir húsfreyja, f. 1785, d. 8. mars 1860.
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.