Sigurbjörg Sigurðardóttir (Stað)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðrar sem hafa borið nafnið „Sigurbjörg Sigurðardóttir


Sigurbjörg Sigurðardóttir.

Þorgerður Sigurbjörg Sigurðardóttir húsfreyja á Stað fæddist 5. maí 1895 í Kirkjulandshjáleigu í Austur-Landeyjum og lést 16. mars 1969. Foreldrar hennar voru Guðrún Jónasdóttir húsfreyja og ekkja, og ráðsmaður hennar Sigurður Ólafsson, síðar á Bólstað í Eyjum, formaður á Fortúnu.

Hálfsystkini Sigurbjargar af hjónabandi Guðrúnar og búsett voru í Eyjum voru:
1. Kári bóndi í Voðmúlastaða-Suðurhjáleigu, síðar í Presthúsum í Eyjum, f. 9. júlí 1880, d. 10. ágúst 1925.
2. Bernótus útvegsmaður í Stakkagerði, f. 23. apríl 1884, drukknaði 12. febrúar 1920.
3. Sigurður járnsmiður á Hæli, f. 11. maí 1889, d. 25. apríl 1974.
Háfsystkini hennar í föðurætt voru:
4. Bára Sigurðardóttir húsfreyja að Bólstað, f. 16. desember 1925.
5. Óskar Sigurðsson endurskoðandi að Hvassafelli, f. 1. júní 1910, d. 4. júní 1969.

Sigurbjörg var með móður sinni, systkinum og ráðsmanninum föður sínum í Kirkjulandshjáleigu 1901, með móður sinni og ráðsmanninum Sigurði bróður sínum þar 1910.
Hún fluttist til Eyja með móður sinni 1920, var þá vinnukona hjá henni og Sigurði bróður sínum á Hæli.
Þau Kristján giftu sig 1923, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Hæli við giftingu. Þar var Sigurbjörg vinnukona síðla árs, en þau byggðu Stað, voru komin þangað 1924 og bjuggu þar síðan.
Kristján lést 1949 og Sigurbjörg 1969.

ctr
Fjölskyldan á Stað.

I. Eiginmaður Þorgerðar Sigurbjargar, (20. janúar 1923), var Kristján Egilsson útvegsmaður, verkstjóri, f. 27. október 1884 að Miðey í A-Landeyjum, d. 17. desember 1949.
Börn þeirra:
1. Bernótus Kristjánsson skipstjóri hjá Eimskipum, f. 17. september 1925 á Stað, d. 29. septembver 2014.
2. Símon Kristjánsson útgerðarmaður, fiskverkandi, framkvæmdastjóri, f. 2. september 1926 á Stað, d. 6. október 1997.
3. Egill Kristjánsson smiður, f. 14. október 1927 á Stað, d. 21. ágúst 2015.
4. Guðrún Kristjánsdóttir húsfreyja, saumakona í Reykjavík, f. 25. ágúst 1929 á Stað, d. 3. janúar 2015.
5. Emma Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 22. apríl 1936 á Stað.

Myndir


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.