Sigurborg Kristjánsdóttir (Hvanneyri)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Sigurborg Sigríður Kristjánsdóttir frá Hvanneyri, húsfreyja fæddist 4. júlí 1916 þar og lést 15. september 1981.
Foreldrar hennar voru Kristján Einarsson formaður á Hvanneyri, f. 10. mars 1878 í Ásólfsskála u. Eyjafjöllum, d. 16. desember 1925, og kona hans Guðbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 18. október 1891 í Batavíu, d. 27. apríl 1965.

Börn Kristjáns og Guðbjargar á Hvanneyri:
1. Ingibergur Kristjánsson, f. 9. mars 1910, d. 25. mars 1910.
2. Ingibjörg Þorvaldsína Kristjánsdóttir, f. 13. október 1911, d. 1930.
3. Guðmundur Kristjánsson, f. 23. júní 1915, d. 29. mars 1986.
4. Sigurborg Sigríður Kristjánsdóttir, f. 4. júlí 1916, d. 15. september 1981.
5. Guðrún Magnússína Kristjánsdóttir, f. 2. janúar 1919, d. 15. apríl 1994.

Sigurborg Sigríður var með foreldrum sínum í æsku. Þau Gísli bjuggu á Hvanneyri, eignuðust þar 7 börn, eitt þeirra fæddist andvana.
Gísli lést 1951 og Sigurborg 1981.

I. Sambýlismaður Sigurborgar Sigríðar var Gísli Sveinsson útgerðarmaður, sjómaður, f. 20. janúar 1909, d. 6. mars 1951.
Börn þeirra:
1. Ingibjörg Kristín Gísladóttir, f. 11. apríl 1935 á Hvanneyri.
2. Sveinn Gíslason, f. 19. febrúar 1937 á Hvanneyri, d. 23. apríl 2011.
3. Magnús Gíslason, f. 30. september 1938 á Hvanneyri, d. 9. mars 1996.
4. Andvana stúlka, tvíburi við Magnús, f. 30. september 1938.
5. Guðbjörg Gísladóttir, f. 15. mars 1946 á Hvanneyri.
6. Runólfur Gíslason, f. 31. maí 1950 á Hvanneyri, d. 9. júlí 2006.
7. Gísli Gíslason, f. 31. maí 1950 á Hvanneyri.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Víkingslækjarætt – niðjatal Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra. Pétur Zophoníasson og fleiri. Skuggsjá 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.