Sigurragna Magnea Jónsdóttir (Mjölni)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Sigurragna Magnea Jónsdóttir, (Ragna), húsfreyja í Mjölni fæddist 25. október 1905 á Akureyri og lést 20. desember 1995.
Foreldrar hennar voru Jón Guðlaugsson lögregluþjónn, skósmiður og heilbrigðisfulltrúi í Mjölni, f. 5. maí 1872, d. 6. nóvember 1967, og kona hans Steinunn Guðný Guðjónsdóttir frá Akureyri, húsfreyja, f. 4. maí 1873, d. 19. janúar 1929 í Mjölni.

Börn Steinunnar Guðnýjar og Jóns voru:
1. Lilja Karlotta Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 8. september 1899, d. 19. nóvember 1971.
2. (Ragna), Sigurragna Magnea Jónsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 25. október 1905, d. 20. desember 1995.
3. Guðrún Ragnhildur Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 30. maí 1902, d. 24. mars 1991.
4. Helga Vibekka Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 12. nóvember 1911, d. 5. júní 1990.
Barn Jóns með Guðrúnu Guðnýju Jónsdóttur frá Hallgeirsey í A-Landeyjum var
5. Guðjón Jónsson rakari, f. 23. janúar 1912 í Nýjabæ, d. 16. janúar 1998 í Reykjavík.

Ragna var með foreldrum sínum á Akureyri og fluttist til Eyja með þeim 1911. Hún fór síðla árs 1913 í Hallgeirsey í Landeyjum og dvaldi þar til 1917, kom þá aftur og bjó með fjölskyldunni, en var vinnukona á Sólbakka 1921.
Þau Júlíus giftu sig 1928, bjuggu í Eyvindarholti við fæðingu Steinars í byrjun árs 1930, en voru komin á Kanastaði, (Hásteinsvegi 22) síðla árs, bjuggu á Vegbergi 1934-1935.
Þau fluttust þá að Mjölni, (Skólaveg) 18. Þar bjuggu þau síðan að undanteknum 2-3 árum, er þau dvöldu í Reykjavík.
Þau Júlíus fluttust í Njarðvíkur um 1946 þar sem Júlíus vann við hafnargerð. Síðan fluttust þau til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan.
Júlíus lést 1963 og Ragna 1995.

Maður Rögnu, (8. september 1928), var Júlíus Þórarinsson formaður, yfirverkstjóri, f. 5. júlí 1906, d. 2. júlí 1983.
Börn þeirra:
1. Sigurður Steinar Júlíusson feldskeri, f. 28. janúar 19. Kona hans er Guðrún Jónasdóttir húsfreyja, talsímakona frá Skuld, f. 17. janúar 1930.
2. Vilhelm Þór Júlíusson verkstjóri hjá Flugmálastjórn, f. 30. maí 1932, d. 16. júlí 2013. Kona hans var Guðbjörg Benjamínsdóttir.
3. Gylfi Júlíusson umdæmisstjóri hjá Vegagerðinni, f. 18. október 1937. Fyrri kona hans var Ingibjörg Gunnarsdóttir, en síðari kona hans er Helga Viðarsdóttir.
4. Aðalsteinn Júlíusson bankamaður, f. 18. desember 1939. Kona hans er Elín Ingólfsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.