Soffía Helgadóttir (Laufholti)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Helga Soffía Helgadóttir húsfreyja í Butru í A-Landeyjum og Laufholti fæddist 4. október 1879 að Vestri-Kirkjubæ á Rangárvöllum og lést 18. desember 1969 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Helgi Bjarnason bóndi á Reyðarvatni á Rangárvöllum, f. 27. ágúst 1831 í Stampi í Landsveit, d. 23. ágúst 1888 í Snússu í Hrunamannahreppi, og barnsmóðir hans Elín Árnadóttir frá Ártúnum á Rangárvöllum, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 30. janúar 1851, d. 18. febrúar 1913.

Soffía var með föður sínum og fjölskyldu hans á Reyðarvatni 1880.
Faðir hennar lést, er hún var tæpra 9 ára og 1890 var hún til heimilis á Rauðnefsstöðum á Rangarvöllum, „lifir á eignum sínum“.
Hún var vinnukona á Keldum við fæðingu Guðrúnar 1900.
Þau Páll Sigurðsson voru vinnuhjú á Keldum 1901, fluttust að Þorvaldseyri u. Eyjafjöllum 1906 og voru þar í húsmennsku við fæðingu Helga fyrri, fluttust að Butru í A-Landeyjum 1907 og voru þar bændur 1907-1908.
Soffía fór frá Butru að Dalseli u. Eyjafjöllum með Guðrúnu dóttur þeirra 1908. Guðrún var send til Landeyja og kom til Eyja frá Kirkjulandi 1909 í fylgd Elísabetar Arnoddsdóttur, sem kom að Gjábakka, var húsfreyja þar.
Guðrún var kölluð léttastúlka á Gjábakka 1910.
Þeir bræður Björgvin Hafsteinn, nýfæddur, og Helgi á 3. ári voru fluttir frá Butru til Eyja 1909, Björgvin í fóstur að Brekkuhúsi, en Helgi líklega að Hlíð þar sem móðir hans varð vinnukona.
Soffía fluttist frá Dalseli til Eyja 1910.
Páll kom að Gjábakka frá Reykjavík 1911 og gerðist bifreiðastjóri.
Þau Páll misstu Helga son sinn 1911.
Í Eyjum fæddist þeim annar Helgi og Ingibjörg Anna.
Þau bjuggu í Laufholti, (Hásteinsvegi 18), 1912 og enn 1920, þá með börnin Guðrúnu, Helga, Ingibjörgu Önnu og nýfæddan, óskírðan dótturson, son Guðrúnar.
Páll lést 1924 í Laufholti.
Soffía bjó enn í Laufholti 1930 með Helga syni sínum, sem var fjarverandi í Reykjavík. Einnig voru hjá henni Ingibjörg Anna og Ágúst dóttursonur hennar.
Hún bjó í Laufholti 1940 með Ágúst hjá sér.
Soffía fluttist til Reykjavíkur í byrjun 5. átatugarins og bjó að síðustu hjá Guðrúnu dóttur sinni. Hún lést þar 1969.

Maður Soffíu, (13. október 1899), var Páll Sigurðsson bifreiðastjóri, f. 8. mars 1873, d. 8. október 1924.
Börn þeirra hér:
1. Guðrún Pálsdóttir húsfreyja, f. 21. júlí 1900 á Keldum á Rangárvöllum, d. 24. október 1969. Maður hennar var Benedikt Friðriksson skósmíðameistari.
2. Helgi Pálsson, f. 23. september 1906 á Þorvaldseyri u. Eyjafjöllum, d. 27. nóvember 1911.
3. Björgvin Hafsteinn Pálsson í Brekkuhúsi, verkamaður, f. 20. janúar 1909 í Butru í A-Landeyjum, d. 22. maí 1932, hrapaði úr Mykitakstó.
4. Helgi Pálsson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 29. desember 1912, d. 8. mars 2006.
5. Ingibjörg Anna Pálsdóttir, f. 18. desember 1913, var með móður sinni 1930, d. 31. mars 1938.
Fóstursonur hjónanna, sonur Guðrúnar dóttur þeirra og Friðþjófs Mars Jónassonar píanóleikara, f. 1897.
6. Ágúst Friðþjófsson bifreiðastjóri, f. 8. nóvember 1920.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.