Solveig Eyjólfsdóttir (Kornhól)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Solveig Eyjólfsdóttir húsfreyja fæddist 1775 á Þurá í Ölfusi og lést 10. maí 1866.
Foreldrar hennar voru Eyjólfur Jónsson bóndi og hreppstjóri á Þurá og Kröggólfsstöðum í Ölfusi, f. 1743, d. 4. mars 1818, og líklega kona hans Guðrún Gísladóttir húsfreyja, f. 1749.

Solveig var vinnukona á Leirá í Leirársveit 1801. Þar var Grímur einskonar ráðsmaður hjá Magnúsi Stephensen.
Hún giftist Grími Pálssyni 1806, var húsfreyja á Ólafsvöllum á Skeiðum 1807, húsfreyja á Gjábakka a.m.k. 1812-1815, í Kornhól 1816.
Þau eignuðust 5 börn í Eyjum, en aðeins eitt náði fram.
Hjónin fluttust að Brautarholti á Kjalarnesi 1819 og með 5 vinnuhjú úr Eyjum.
Grímur fékk Helgafell á Snæfellsnesi 1820 og hjónin fluttust þangað. Þau slitu samvistir.
Solveig giftist miklu síðar (1841) sr. Jóni Gíslasyni á Breiðabólstað á Skógarströnd. Hún var 3. kona hans.
Þau voru barnlaus.

Solveig var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (19. maí 1806), var Grímur Pálsson verslunarstjóri, síðar prestur, f. 1775, d. 28. mars 1853.
Börn þeirra voru:
1. Guðrún Grímsdóttir húsfreyja í Öxney á Breiðafirði, f. 19. maí 1807 á Ólafsvöllum á Skeiðum, d. 20. apríl 1890. Maður hennar var Guðlaugur bóndi þar Jónsson Matthíassonar (Mathiesen).
2. Páll Grímsson, f. 29. janúar 1811, d. 6. febrúar 1811.
3. Sigríður Grímsdóttir, f. 5. maí 1813. Mun hafa dáið ung, (dánarskýrslur skortir).
4. Jóhann Grímsson, f. 24. október 1815. Mun hafa dáið ungur, (dánarskýrslur skortir).
5. Andvana fætt piltbarn 2. janúar 1819.

II. Síðari maður Solveigar, (29. september 1841), var sr. Jón Gíslason prestur á Breiðabólstað á Skógarströnd, f. 21. júlí 1767, d. 20. febrúar 1854.
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.