Solveig Sigurðardóttir (Brandshúsi)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Solveig Sigurðardóttir bústýra í Brandshúsi fæddist í Busthúsum í Hvalsnessókn í Gullbringusýslu 1792.
Foreldrar hennar voru Sigurður Árnason í Busthúsum í Hvalsnessókn 1801, f. 1754, og kona hans Þorbjörg Daníelsdóttir húsfreyja, f. 1752.

Solveig var vinnukona í Helli í Oddasókn 1816, kom að Keldum 1817 frá Vetleifsholti, var vinnukona á Reyðarvatni við fæðingu Magnúsar 1832.
Hún fluttist með Magnús son sinn frá Reyðarvatni að Bergþórshvoli í V-Landeyjum 1833, fluttist til Eyja með hann 1834 og var bústýra hjá Brandi barnsföður sínum á Miðhúsum á því ári og 1835, í Brandshúsi 1836-1838.
Solveig var ráðskona hjá Guðmundi Þorgeirssyni í Hólshúsi 1839.
Magnús sonur þeirra var sendur í fóstur að Vestari-Geldingalæk á Rangárvöllum 1839.
Hún fluttust að Reyðarvatni á Rangárvöllum 1840, var vinnukona í Árbæ þar 1845, á Keldum þar 1850, á Stórólfshvoli í Hvolhreppi 1855 og þar var Magnús sonur hennar þá vinnumaður, og hún er líklega sú, sem var vinnukona í Ytri-Njarðvík 1860.

Barnsfaðir Solveigar var Brandur Eiríksson, þá vinnumaður, síðar tómthúsmaður og sjómaður í Eyjum, f. 2. maí 1798, drukknaði á leið í Bjarnarey 18. nóvember 1842.
Barn þeirra var
1. Magnús Brandsson, síðar bóndi í Unaðsdal á Snæfjallaströnd við Djúp, f. 5. júlí 1832, d. 1884.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubæku
  • Vestfirzkar ættir. Arnardalsætt – Eyrardalsætt. Ari Gíslason og V.B. Valdimarsson. V.B. Valdimarsson 1959-1968.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.